Eignaupptaka á lífeyri aldraðra!

Eldri borgari,sem hefur 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði má sæta því, að almannatryggingar hirði 32 þúsund krónur af lífeyri hans eða ígildi þess..Þessi eldri borgari heldur ekki nema 18 þúsund krónum eða ígildi þess af

 lífeyrinum úr lífeyrissjóðnum.Þetta er líkast eignaupptöku.Það er verið að hrifsa stóran hluta þeirra peninga,sem eldri borgarinnar er búinn að greiða í lífeyrissjóð.Sá eldri borgari,sem fær 100 þúsund krónur á mánuði  úr lífeyrissjóði heldur ekki nema tæpum helmingi úr lífeyrissjóðnum eða ígildi þess.Hann heldur

 49 þúsund krónum á mánuði. Almannatryggingar hrifsa 51 þúsund krónur á mánuði eða ígildi þess.Er þetta hægt. Fyrst skammtar ríkisstjórnin lífeyrisþegum  hungurlús,aðeins hluta þess,sem verkafólk fær og dregur þá á því í 8 mánuði að greiða út þessa hungurlús en síðan er tekinn af eldri borgurum drjúgur hluti lífeyrisins úr lífeyrissjóðnum eða ígildi hans.Og til þess að kóróna ósómann er lífeyrisþegum neitað um afturvirkar kjarabætur á sama tíma og allir aðrir fá slíkar uppbætur,þar á meðal ráðherrar,alþingismenn,embættismenn og dómarar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heildarlaunasamtök atvinnulífisins, aðildarfélög og félagsmenn stéttarfélaga  hafa í engu skeytt um hagi Öryrkja og Aldraðra á umliðnum árum.

,,Heildarlaunasamtök atvinnulífsins unnu að launasátt, eða samkomulagi um STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLA og breytinga á kjarasamningum 25. júní 2009."

Á SAMA TÍMA VORU ÖRYRKJAR OG ALDRAÐIR SKERTIR MEÐ EINUNGIS 10. DAGA FYRIRVARA  HINN 1. JÚLÍ 2009 !

Einnig hafa 20. UMBOÐSLAUSIR aðalmenn,  18. varamenn og 3. starfsmenn  í Nefnd um enduskoðun almannatryggingalaga  https://www.velferdarraduneyti.is/raduneyti/nefndir-rad-stjornir/nr/34242 Dags. 6. nóv. 2013 – til 31. maí 2014, ekkert FORMLEG UMBOÐ í höndum frá Öryrkjum og Öldruðum, og eru jafnframt runnir út á tíma.

ÖRYRKJAR og ALDRAÐIR KREFJAST ÞESS AÐ HAFA SJÁLFIR LÝÐRÆÐISLEGAN ÁKVÖRÐUNARÉTT UM SÍN EIGIN KJÖR  OG  HAGSMUNI.

LÝST ER EFTIR ÓGILDINGU Á EIGNARUPPTÖKU Á UPPSAFNAÐRI LÍFEYRISINNEIGN ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA MEÐ HLIÐSJÓN AÐ EIGNARRÉTTARÁKVÆÐI Í 72. GR. STJÓRNARSKRÁRINNAR !

Engin hinna 16. eftirtalinna, nafngreindra persóna, hafði FORMLEGT UMBOÐ með höndum  frá Öryrkjum og Öldruðum, til að ráðskast með, né leyfa SKERÐINGU á uppsafnaðri , lífeyrisinneign Öryrkja og Aldraðra dags. 4. apríl 2011.

Starfshópur um endurskoðun almannatryggingalaga var skipaður 4. apríl 2011. https://www.velferdarraduneyti.is/media/Rit_2013/Greinargerd_um_einfoldun_botakerfis_ellilifeyris_feb2013.pdf

Starfshópinn skipa:

1.  Árni Gunnarsson, skipaður af velferðarráðherra, formaður.

2.  Elín Björg Jónsdóttir, tiln. af BHM, BSRB, KÍ og SFR.

3.  Friðrik Sigurðsson, tiln. af Þroskahjálp.

4.   Garðar Sverrisson, tiln. af ÖBÍ.

5.   Guðmundur Einarsson, tiln. af þingflokki Framsóknarflokks.

6.   Gylfi Arnbjörnsson, tiln. af ASÍ.

7.   Hannes G. Sigurðsson, tiln. af SA.

8.   Helgi Hjörvar, tiln. af þingflokki Samfylkingarinnar.

9.   Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, tiln. af LEB.

10. Jónína Rós Guðmundsdóttir, tiln. af þingflokki Samfylkingarinnar.

11. Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af þingflokki Vinstri hreyf– græns framboðs.

12. Pétur H. Blöndal, tiln. af þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

13. Ragnar Þór Ingólfsson, tiln. af þingflokki Hreyfingarinnar.

14. Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, tiln. af ÖBÍ.

15. Vilborg Oddsdóttir, tiln. af BHM, BSRB, KÍ og SFR.

16. Þuríður Backman, tiln. af þingflokki Vinstri hreyf. – græns framboð

Sjá einnig  Skýrslu nefndar um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar  5. mars 2007 http://www.ll.is/files/bbhdcgdfgf/Lokaskyrsla_orokubotanefndar_forsatisradherra.pdf

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 18:28

2 identicon

Einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, mjög brýnt er að þjóðin fái einfaldlega að kjósa um það sem fyrst, eða óbreytt kerfi. núverandi kerfi er fullkomlega galið, tvíburabræður sem fóru út á vinnumarkaðinn 1971 annar lærður Prestur,og vann við það alla starfsæfina, fær í dag í lífeyrisgreiðslur ca. 400.000 eftir skatt, hinn tvíburinn sem lærði húsasmíði, og starfaði við það alla starfsæfina, fær ca. 200.000 eftir skatt, (almanntryggingar+lífeyrisslóðsgreisla) þetta er þvílíkt óréttlæti, að við þetta verður ekki unað lengur. Síðan efast ég stórlega um umboð verkalýðsfélaganna að samþykkja að 50% stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum komi frá atvinnurekendum,ég vil meina að verkalýðsfélögin hvert fyrir sig verði að halda alserjaratkvæðagreiðslu um þetta framsal um stjórnarsetu í lífeyrissjóðunum. Því Eignaréttarákvæði 72.gr Stjórnarskrárinnar er alveg kýr skýrt,"Eignarétturinn er friðhelgur" og sjóðsfélagar eiga lífeyrissjóðina og engir aðrir.                                            Tap lífeyrissjóðanna í Hruninu voru ca. 480 miljarðar, sem samsvarar 12 ára iðgjaldagreiðslum launafólks.                                          Fjármálakreppan hefur varpað ljósi á veikleika, lífeyrissjóðskerfisins, betra er að hafa blandað kerfi 50% sjóðsmyndunarkerfi og 50% gegnumstreymiskerfi.

Er þetta ekki bara akúrat það mál, sem þjóðin ætti að fá að kjósa um?

Halldór Björn (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 20:59

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

sæll Halldór! Þetta er stórt mál og flókið.Ég er sammála þér um,að fulltrüar atvinnurekenda eiga ekki að sitja í stjórn lífeyrissjóðanna. Raunar tel ég,að Sjóðfélagar eigi sjálfir að sitja í stjórn og eingöngu.En til þess verðs þeir að sýna áhuga.Ég er hins vegar ekki viss um að  rétt sé að sameina alla lífeyrissjóðina.Réttindí í sjóðunum eru mjög misjöfn eftir því hve mikið menn hafa greitt í þá.En ég tel að stöðva eigi strax skerðingu lífeyris hja TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Slík skerðing er alger ósvinna og kannski stjórnarskrárbrot.

Bestu kveðjur

aBjörgvin Guðmubdsson

Björgvin Guðmundsson, 11.1.2016 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband