Föstudagur, 19. febrúar 2016
Hækka þarf skattleysismörkin verulega.Góð kjarabót fyrir lífeyrisþega. Eldri borgarar kanna málshöfðun gegn ríkinu.
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í gær voru samþykktar margar róttækar tillögur í kjaramálum.Fram kom á fundinum,að kjaranefnd og stjórn félagsins hafa fjallað um það hvort fara ætti í mál við ríkið til þess að knýja fram leiðréttingu hagsmunamála aldraðra.Rætt hefur verið við lögfræðinga um málið. Þeir telja það brot á lögum og stjórnarskrá að gera lífeyri aldraðra hjá TR upptækan þegar farið er á hjúkrunarheimili.Telja,að mál gegn ríkinu um þetta efni mundi vinnast. Eins telja þeir líklegt að hnekkja mætti fyrir dómi skerðingu lífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Fleiri mál eru til athugunar vegna hugsanlegra málaferla.
Aðalfundurinn krafðist þess,að skattleysismörkin verði hækkuð myndarlega.Þau eru nú rúmar 145.000 kr. á mánuði en þurfa að fara í rúmlega 200.000 kr.Slík hækkun væri góð kjarabót fyrir lífeyrisþega og lágtekjufólk.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Facebook
Athugasemdir
Bætur aldraðra til framfærslu frá TR falla niður þegar farið er á hjúkrunarheimili og framfærslan flyst yfir á hjúkrunarheimilið. Rétt eins og barnabætur falla niður þegar börnin verða fullorðin. Og ekkert óeðlilegt við það. En telji lögfræðingur sig geta unnið málið þá skuluð þið semja þannig við hann að hann fái ekkert greitt tapist málið. Það ætti að vera sársaukalaust af þeirra hálfu séu þeir sannfærðir um ágæti ráðlegginga sinna.
Ufsi (IP-tala skráð) 19.2.2016 kl. 15:48
AAAAAAAAAAAAAAA
Sigurgeir Jónsson, 19.2.2016 kl. 21:33
Sæll! Á hinum Norðurlöndunum fá eldri borgarar áfram lífeyri sinn frá TR þegar þeir fara á hjúkrunarheimili og greiða síðan sjálfir kostnaðinn við hjúkrunarheimilið.Félag eldri borgara vill hafa sama hátt á hér.
BG
Björgvin Guðmundsson, 20.2.2016 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.