Föstudagur, 26. febrúar 2016
Búvörusamningar kosta ríkið 132 milljarða!
Nýir búvörusamningar hafa verið undirritaðir. Bændur eiga þó eftir að greiða atkvæði um þá. Það var fremur hljótt um undirritun samninganna. Og þegar þingmenn hafa spurst fyrir um samningana hefur verið fátt um svör. Forsætisráðherra sagði, að málið væri búið! Hann gaf í skyn,að alþingi kæmi málið ekkert við. En þingmenn eru á öðru máli. Þeir vilja fá samningana inn í þingið til umræðu.Þeir gagnrýna, að pukrast hafi verið með samningana og segja, að þegar ríkið geri samninga um gífurlega háar greiðslur úr ríkissjóði til 10 ára eigi allt að vera uppi á borðinu.Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segist munu greiða atkvæði á móti samningunum.
Styrkir aukast um 900 millj króna næsta ár
Ég tel að veita megi bændum og landbúnaði stuðning þó rétt sé að draga úr honum í áföngum.En ég tek undir gagnrýni á það pukur sem ríkt hefur um gerð samninganna.Kostnaður ríkisins vegna samninganna eykst um 900 milljónir króna á næsta ári.Alls kostar samningurinn ríkið 131,8 millljarða á samningstímanum.Gerðir eru 4 samningar: Rammasamningur,samningur um sauðfjárrækt,nautgriparæktarsamningur og samningur um garðyrkju.Á síðari hluta tímabils samninganna dregur nokkuð úr ríkisframlögunum en þó fremur lítið.Á næsta ári munu framlög ríkisins vegna samninganna nema tæpum 14 milljörðum króna. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta innan tveggja ára og afnema á einnig kvóta í sauðfjárrækt.Upphaflega var ráðgert að afnema mjólkurkvótann strax en stórir hagsmunaaðilar lögðust gegn þvi og var þá afnámi kvótans frestað í 2 ár.
Nógir peningar til hjá ríkinu!
Þess verður ekki vart við gerð búvörusamninganna, að vantað hafi peninga hjá ríkinu.Það eru hins vegar engir peningar til þegar bæta þarf kjör aldraðra og öryrkja!
Björgvin Guðmundsson
Tilvísun: Þess verður ekki vart við gerð búvörusamninga,að vantað hafi peninga hjá ríkinu. Það eru hins vegar engir peningar til þegar bæta þarf kjör aldraðra og öryrkja.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:17 | Facebook
Athugasemdir
Ertu að biðja um að niðurgreiðslum á mjólk verði hætt þannig að mjólkurvörur munu hækka að jafnaði um 50.000 krónur á hvert heimili í landinu á ári?
Þetta gætu vel orðið 150 til 200.000 krónur á barnafjölskyldur en þær eru vissulega ekki allar fátækar.
Vel má vera að þetta þyki óskynsamleg kjarajöfnun og hollustustýring, en er þá ekki réttara að ræða málið á þeim nótum frekar en gefa í skyn að þarna séu einhverjir peningar sem séu gripinir úr loftinu og hægt að nota í hvað sem er?
Mjólkurframleiðendur búa við það kerfi að stjórn framleiðslunnar er fléttuð saman við þessa kjarajöfnun. Síkt er náttúrulega ekkert lögmál að þurfi að gera og hugsanlega óþarft ef enginn vill þetta.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.2.2016 kl. 14:13
Sæll Bjarni! Ég segi það hvergi í grein minni. Ég er aðallega að vekja athygli á því að hér sé um mikla fjármuni að ræða,sem renna til landbúnaðarins. Þess vegna tek ég undir að samningagerðin verði gegnsæ og ekkert pukur haft.Ég er sammála upphaflegum ráðagerðum ráðherra um að afnema mjólkurkvótann strax og að draga eitthvað úr fjárstuðningi til landbúnaðarins. Ég er einnig hlynntum auknum innflutningi búvara og aukinni samkeppni. Ég held,að hún styrki landbúnaðinn og íslenskir neytendur vilja heldur íslenskar búvörur en erlendar ef þær eru ekki miklu dýrari.Ég styð ákveðinn stuðning við landbúnaðinn en er sammmála ráðherra um að draga megi eitthvað úr honum.Auk þess vil ég afnema einokun MS.
Bestu kveðjur
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 27.2.2016 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.