Kosningaloforð til aldraðra og öryrkja svikin.Farið yfir orð og efndir

Orð og efndir  kosningabaráttunnar 2013.

Orð: (loforð) Kjaragliðnun 2009-2013 verður leiðrétt.Loforð beggja núverandi stjórnarflokka.

Efndir: Loforðið svikið.

Orð: Tekjutengingar hjá TR verða afnumdar.Bjarni Benediktsson í bréfi til eldri borgara.

Efndir:Svikið

Orð: Kjaraskerðing frá 2009 verður afturkölluð  að fullu(6 atriði)

Efndir: 2 atriði afturkölluð sumarið 2013( grunnlífeyrir leiðréttur,frítekjumark vegna atvinnutekna leiðrétt).

Leiðrétting grunnlífeyris á ekki að standa lengi.Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum á að byrja að skerða grunnlífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóði á ný 1.janúar n.k.Einnig á að afnema frítekjumark vegna atvinnutekna.Það stendur því heldur ekki lengi hærra frítekjumark vegna atvinnutekna.Með öðrum orðum: Þessi tvö atriði kjaraskerðingar, sem ríkisstjórnin afturkallaði sumarið 2013  renna út um áramót,þar eð þá tekur kjaraskerðingin aftur gildi!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband