Fimmtudagur, 17. mars 2016
Kjörin eru verst hjá þeim, sem eru á " strípuðum " lífeyri!
Endurskoðunarnefnd almannatrygginga leggur til,að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði nákvæmlega sá sami og hann er í dag.Nefndin leggur ekki til neina hækkun. Er það furðulegt,þar eð öll samtök eldri borgara og öryrkja hafa kvartað yfir því lengi undanfarið,að lífeyrir sé of lágur og dugi ekki til framfærslu. Lífeyrir er 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hjá einhleypum ellilífeyrisþegum ,sem eingöngu hafa tekjur frá TR.( 246 þús fyrir skatt).Hver getur lifað af 207 þúsund krónum á mánuði í dag? Ég veit ekki um neinn.Það er þess vegna brýnast,að leiðrétta kjör þessa hóps lífeyrisþega. Það þarf að hækka þau myndarlega.Þau mega vissulega vera hærri en lágmarkslaun enda er það sem betur fer þannig,að mjög fáir eru á lágmarkslaunum.Við hækkun lægsta lífeyris á lífeyrir annarra lífeyrisþega að hækka hlutfallslega hjá TR.Þeir sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði eru ekkert eða lítið betur settir en þeir,sem verst eru settir.
Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag,að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri,að ekki sé unnt að lifa af honum. Á hverjum degi tala ráðamenn þjóðarinnar um það hve staðan í þjóðarbúskapnum sé góð og fram kemur,að miklir peningar séu í umferð. En það hvarflar ekki að þeim að bæta kjör lífeyrisþega!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 18.3.2016 kl. 19:56 | Facebook
Athugasemdir
Þeir fatlaðir sem ekki hafa haft getu til að vinna á almennum vinnumarkaði og ávinna sér réttindi í lífyerissjóðum missa aldurstengdu örorkuuppbótina sem var upphaflega sett á til að bæta þeim upp skort/missi lífeyrisréttinda
(upphæðir aldurstengdu uppótarinnar áttu reyndar að fara hækkandi fyrstu árin eftir að henni var komið á en við vitum hvernig það fór!)
en ekki aðeins missa fatlaðir uppbótina sína á þeim tíma sem lífeyrisréttindi sýna sig í greiðslum hjá öðrum borgurum heldur fara þeir beint á strípaðar bætur í sinni einföldustu eymdarmynd á 67 ára afmælisdaginn sinn. Lægri bætur, minni réttindi en sama fötlun og sömu grunnþarfir áfram - hvar er réttlætið í því?
Ásta Dís Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.