Þriðjudagur, 12. apríl 2016
Hvað á Grái herinn að gera?
Grái herinn starfar a vegum Félags eldri borgara í Reykjavík.Í forustu fyrir honum eru nokkrir eldri borgarar,sem eru að komast á ellilífeyrisaldur eða eru nýkomnir á þann aldur.Með öðrum orðum: Það eru ungir eldri borgarar. Meðal forustumannanna eru fjölmiðlamenn og listamenn,þ.e. menn sem kunna að umgangast fjölmiðla og reka áróður.Nafnið á samtökunum er til marks um það.Það er leyndardómsfullt og vekur athygli.Eldri borgarar eru forvitnir að vita hvernig Grái herinn lítur út.Aldraðir mæta því á fundi sem forustumenn hersins boða til.
En hvað ætlar Grái herinn að gera fyrir eldri borgara.Þeir vilja bæta kjör og aðstöðu eldri borgara.Grái herinn er að stíga fyrstu sporin og þreifa sig áfram með það hvað gera skal.Allir eldri borgarar geta gengið í herinn.
Ég er með hugmynd um það hvað Grái herinn skuli gera.Hún er ekki frumleg, þar eð það,sem ég legg til, hefur verið gert áður.En það þarf að gera það aftur og verkefnið er kjörið fyrir Gráa herinn.
Ég legg til,að Grái herinn stormi inn á Alþingi og ræði við alla forstumenn þingflokkanna og aðra forustumenn þingsins um að bæta kjör aldraðra. Nú er rétti tíminn,þar eð kjósa á í haust, í síðasta lagi.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík ræddi við formenn allra þingflokkanna fyrir kosningarnar 2013 svo og við formann velferðarnefndar,við þingflokk Sjálfstæðisflokksins í heild og við formenn annarra stjórnmálaflokka,sem ekki voru á þingi.Ég tók þátt í öllum þessum fundum sem formaður kjaranefndar og með mér voru alltaf aðrir fulltrúar kjaranefndar, 1-2 á hverjum fundi.Fundirnir urðu árangursríkir.Núverandi stjórnarflokkar samþykktu báðir á flokksþingum sínum að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans svo og að afturkalla kjaraskerðinguna frá árinu 2009.Hreyfingin lagði fram frumvarp um afturköllun allrarr kjaraskerðingar frá 2009. Ólöf Nordal flutti frumvarp um ákveðna leiðréttingu kjara aldraðra.Að þessu leyti til varð árangurinn mikill af okkar viðræðum við þingið en því miður varð minna um efndir.Stærstu loforðin eru enn óuppfyllt; aðeins sáralítið var efnt.
Ég tel rétt að láta reyna á þessa aðferð aftur. Þess vegna ætti Grái herinn að ræða við þingið eins og kjaranefnd FEB gerði.Ég er viss um,að það mun skila árangri.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Mín skoðun er sú að Grái herinn muni ekki gera neitt til að fá bætur hækkaðar. Ég vona að ég sé ekki sannspá en fékk þetta á tilfinninguna á fundinum á laugardaginn
Sigrún Jóna Sigurðardóttir, 13.4.2016 kl. 19:18
Sæl Sigrún Jóna! .Ég er sammmála þér. Þess vegna setti ég fram hugmyndir um verkefni fyrir Gráa herinn. En það er mikil vinna fólgin í minni tillögu,vinna,sem við unnum reyndar fyrir kosningarnar 2013,þegar við töluðum við formenn allra þingflokka og raunar allra stjórnmálaflokka og formann velferðarnefndar. Það starf skilaði árangri.
Kær kveðja
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 15.4.2016 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.