Tugir milljarða hafðir af öldruðum og öryrkjum!

Árið 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl milli lífeyris aldraðra og öryrkja og vikukaups verkafólks (lægstu launa).Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir sjálfvirkt þegar vikukaup verkafólks hækkaði.Ákveðið var í staðinn,að lífeyrir hækkaði í samræmi við launaþróun en þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. .Við breytinguna lýstu stjórnvöld víð yfir,að afkoma aldraðra og öryrkja mundi ekki versna við breytinguna hldur jafnvel batna.En það fór á annan veg: Árið 2006 var það reiknað út,að afkoma aldraðra og öryrkja hafði versnað um 40 milljarða vegna breytingarinnar.Frá þeim tíma hefur afkoma aldraðra og öryrkja enn versnað.Alls hefur afkoma aldraðra og öryrkja versnað um 8o milljarða á þessu tímabili öllu miðað við það sem verið hefði,ef sjálfvirk tengsl við vikukaup verkafólks hefðu haldist.Stjórnvöld lýstu því yfr við breytinguna 1995,að aldraðir og öryrkjar mundu ekki skaðast við breytinguna. Stjórnvöld eiga því að bæta öldruðum og öryrkjum tjónið,sem þeir hafa orðið fyrir. Til þess þarf að hækka lífeyri um rúm 30%.Ef stjórnvöld gera það yrðu kjör aldraðra og öryrkja viðunandi. Þau yrðu þá í samræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands en samkvæmt henni á lífeyrir að vera 321 þúsund á mánuði. Það eru öll ósköpin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband