Sunnudagur, 25. september 2016
Engin leið að lifa mannsæmandi lífi af því,sem stjórnvöld skammta þeim eldri borgurum,sem verst eru staddir
"Mér hefur runnið til rifja hvað illa er búið að þeim eldri borgurum,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Ég sá fljótt,að engin leið var að lifa mannasæmandi lífi af því ,sem stjórnvöld skömmtuðu þessum hóp eldri borgara.Og það var eins og að tala við steinvegg að tala við stjórnvöld um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd.Stjórnvöld virðast alltaf neikvæð gagnvart eldri borgurum.Þetta er mjög undarlegt,þar eð eldri borgarar hafa byggt upp þjóðfélag okkar í dag og eiga stærsta þáttinn í þeim lífskjörum,sem við búum nú við.En það er eins og ráðamenn telji þjóðfélagið ekki hafa efni á því að búa öldruðum sómasamleg lífskjör."
Svo segir í inngangi bókar minnar " Bætum lífi við árin,baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja".Greinasafni. Það er úrval greina,sem ég hef skrifað í dagblöðin síðustu 12 árin.Greinarnar eru orðnar yfir 600 talsins. Bókin er komin í bókaverslanir.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju, Björgvin, með þessa veglegu bók þína!
Jón Valur Jensson, 27.9.2016 kl. 23:46
Sæll Jón Valur! Þakka hlýleg orð.Þú stóðst þig vel í gærkveldi.
kær kveðja
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 29.9.2016 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.