Mánudagur, 3. október 2016
Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls!
Nú eru aðeins 26 dagar til þingkosninga.En ekkert er að gerast.þingið er steindautt enda komið fram yfir tíma og i rauninni er þingið umboðslaust.Það hangir á völdum,sem það hefur ekki.Í þessu sambandi skiptir engu máli hvort leiðtogi Framsóknar heitir Sigurður Ingi eða Sigmundur Davíð.Þeir eru báðir jafn gagnslausir og jafn viljalausir í málefnum aldraðra og öryrkja.Sigurður Ingi minnist ekki á þau mál.Sigmundur Davíð var aðeins að tala um þessi mál en hvorugur þeirra gerði nokkuð.Þeir hjálpuðu báðir Bjarna Ben að gera ekki neitt!
Það er alveg ljóst,að leiðtogar stjórnarflokkanna ætla ekki að gera neitt til þess að efna kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.
Þeir ætla að svíkja öll stærstu kosningaloforðin án þess að depla auga:þeir ætla að svíkja loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og þeir ætla að svíkja loforð Bjarna um að afnema tekjutengingar.Það þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 23%, 56.580 kr, til þess að leiðrétta kjaragliðnunina.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar liggur enn óafgreitt í velferðarnefnd alþingis og í raunnni er það fallið á tíma.Frumvarpið hefur hlotið gífurlega gagnrýni fyrir það fyrst og fremst að gera ekki ráð fyrir neinni hækkun til þeirra,sem eru á strípuðum lífeyri.Það var lagt fram með 0 hækkun þó ekki sé unnt að lifa af lægsta lífeyrinum.Einnig hefur það verið gagnrýnt mikið fyrir afnám frítekjumarka og fyrir að gera stöðu þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði verri en áður. Það er nú rætt um að halda frítekjumarki og hækka lægsta lífeyri.Það verður áreiðanlega einhver hungurlús,sem lagt verður til,að láta aldraða og öryrkja fá.Það þarf að fella niður skatta af lífeyri. Það er algerlega út í hött að skammta lífeyrisþegum lágan lífeyru og taka síðan af honum stórum hlut í skatt.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
25.8 milljarða á ári?
Óskar Guðmundsson, 3.10.2016 kl. 19:14
Sæll Óskar
Lífeyrir er skattfrjáls í Noregi.Noregur er sjálfsagt eitthvað ríkari en Ísland en þegar hlustað er á ráðamenn hér mætti ætla,að þetta væri öfugt.Lífeyrir einhleypra lifeyrisþega fyrir skatt er 246.900 kr en eftir skatt, 207 þús á mánuði.Það fara 40 þúsund á mánuði til baka til ríkisins. Það vill svo til,að ef þetta væri skattfrjálst og lífeyrisþeginn héldi þessum 40 þúsundum væri það nokkurn veginn sú upphæð sem vantar til þess að unnt sé að lifa af þessum lífeyri,ekki luxuslífi,heldur hafa fyrir hinu nauðsynlegasta.
Mrð kveðju
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 3.10.2016 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.