Mánudagur, 10. október 2016
Segir lífeyrissjóðnum stolið af ríkinu með skerðingum!
Sjóðfélagi í lífeyrissjóði segir svo frá:
Ég hef greitt í lífeyrissjóð VR í 45 ár frá 1968 til 2012 og skatt frá 1958 og aldrei misst ár úr. Ég fæ í dag samanlagt frá TR og lífeyrissjóð 248,000 kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrissjóðunum er hreinlega stolið af ríkinu með skerðingum.
Þetta er dæmigert fyrir það hvernig ríkið með skerðingum og sköttum lætur greipar sópa um lífeyrissjóðina.Sá,sem aldrei hefur greitt i lífeyrissjóð fær 207 þúsund kr eftir skatt,ef hann er einhleypur og 185 þúsund á mánuði ef hann er í hjónabandi eða sambúð. Munurinn er lítill.Þetta er ástandið í dag. Og það mun lítið batna við afgreiðslu frumvarps félagsmálaráðherra. Skerðingin á að halda áfram.
Krafan er skýr: Það á að afnema allar skerðingar alveg,allar tekjutengingar TR vegna aldraðra og öryrkja.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar og því hefur ríkið ekkert leyfi til þess að skerða lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Og það á einnig að afnema aðrar skerðingar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Ríkisstjórnin þykist vilja greiða fyrir atvinnuþáttöku eldri borgara.En það eru látalæti. Frumvarp félagsmálaráðherra eykur skerðingu lífeyris TR vegna atvinntekna.Og það er ekkert gagn í 25 þús kr. frítekjumarki.
Það á að afnema allar tekjutengingar,allar skerðingar.Það eru engar skerðingar í Noregi. Og við höfum eins efni á því kerfi og Norðmenn með alla þá peninga sem fljóta um þjóðfélagið í dag.Þetta er aðeins spurning um vilja.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Lífeyrissjóðirnir áttu aldrei að vera viðbót við almannatryggingarnar. Almannatryggingarnar eru til að tryggja visst lágmark hjá þeim sem lítið eða ekkert fá úr lífeyrissjóðum.
Almannatryggingarnar Íslensku og lífeyrissjóðskerfi Norðmanna eru ekki sambærileg. Norðmenn greiða sinn lífeyrissparnað til ríkisins en ekki lífeyrissjóða. Í Noregi hefur ríkið það hlutverk sem lífeyrissjóðirnir hafa hér. Í Noregi eru skerðingar, þær eru bara ekki eins sýnilegar og hér.
Jós.T. (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 12:31
Sæll Jós.T.
Alþýðutryggingar voru stofnaðar 1936 og almannatryggingar 1946.Tryggingarnar voru því stofnaðar löngu á´´ undan lífeyrissjóðunum.Ég átti sæti í Tryggingaráði í kringum 1960 og í nokkur ár.Ég fór því snemma að fylgjast með almannatryggingum og hef fylgst með þeim æ síðan.Ég hef rætt við fjölmarga verkalýðsleiðtoga,sem toku þátt í stofnun lífeyrussjóða..Þeim ber öllum saman um ,að lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar.
Kveðja Björgv in
Björgvin Guðmundsson, 10.10.2016 kl. 19:29
Rétt Björgvin baráttumaður.Þú ert einstakur.
Halldór Jónsson, 10.10.2016 kl. 22:26
Þetta er rétt hjá Björgvin; lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar. Þannig var mér sjálfri kynnt málið árið 1970 og tók í framhaldi af því þá "skynsamlegu" ákvörðun að spara þannig til elliáranna. Ófrávíkjanlegri skylduaðild á almennum vinnumarkaði var ekki komið á með lögum fyrr en um 1997, að mig minnir.
Það verður svo fróðlegt að sjá hvernig fer fyrir séreignarlífeyrissparnaðinum, sem var stofnað til á sömu forsendum og almenni sparnaðurinn forðum.
Kolbrún Hilmars, 11.10.2016 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.