Mánudagur, 14. nóvember 2016
Hátt lyfjaverð íþyngir öldruðum og öryrkjum
Það sem íþyngir öldruðum og öryrkjum mikið er hátt lyfjaverð og hár lækniskostnaður.Þess vegna neita lífeyrisþegar sér oft um hvort tveggja í lok mánaðar,þegar lífeyririnn er að verða búinn.Það er stóralvarkegt mál.Heilbrigðisþjónusta á að vera gjalldfrjáls og lækka þarf lyfjaverð verulega m.a. með afnámi virðisaukaskatts af lyfjum.
Í Bretlandi,Írlandi og í Svíþjóð er enginn virðisaukaskattur lagður á lyf.Og eins ætti það að vera hér. En á Íslandi er virðisaukaskattur á lyfjum hærri en í nokkru öðru vestrænu landi eða 24% A Spáni og á Ítalíu er 3-4% vsk á lyfjum.
Meginreglan hér er sú að leggja ekki virðisaukaskatt á heilbrigðisþjónustu og auðvitað á að flokka lyf með heilbrigðisþjónustu. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur margoft ályktað að fella eigi niður virðiaaukaskatt af lyfjum.Það er krafa lífeyrisfólks í dag: Burt með virðisaukaskatt af lyfjum.Við viljum lægra lyfjaverð strax.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.