Mánudagur, 19. desember 2016
Meðferðin á öldruðum og öryrkjum stenst ekki mannréttindi!
Stenst það mannréttindi að skammta öldruðum og öryrkjum svo naumt, að þeir eigi erfitt með að framfleyta sér og þurfi alltaf að kvíða morgundeginum? Ég segi nei. Það stenst ekki mannréttindi.Það er hreint mannréttindabrot.Samkvæmt stjórnarskránni á að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð frá hinu opinbera ef þarf.Það er ljóst að það þarf aðstoð,þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum og læknishjálp og lyf verða hvað eftir annað að mæta afgangi og stundum í lok mánaðar er heldur ekki nóg fyrir mat.Margir úr hópi aldraðra og öryrkja þurfa að leita til hjálparstofnana nú fyrir jólin.Það er til skammar fyrir íslenskt samfélag og það er til skammar fyrir stjórnvöld.
Einhleypir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að halda jól af 207 þús króna mánaðarlífeyri eftir skatt; húsaleiga er ef til 150 þúsund og þá er lítið eftir fyrir mat,jólamat,jólagjöfum og öðrum kostnaði.Lífeyrir þeirra,sem búa með öðrum er rúmar 185 þúsund eftir skatt.Það sér hver maður að það er engin leið að lifa af þessari hungurlús.Á að verðlauna ráðherra,sem hafa haldið lífeyrisfólki við þessi hungurmörk í rúm 3 ár með því að halda þeim áfram við völd! Það gerist ef Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram i ríkisstjórn!Ég tel það einnig mannréttindabrot að mismuna þegnunum eins og gert er í þessu landi; að láta ráðherra,þingmenn og embættismenn fá gífurlegar launahækkanir og marga mánauði til baka en segja við aldraðra og öryrkja,að þeir eigi að bíða mánuðum saman eftir að fá örlitla hækkun.Þetta er gróf mismunun og mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
það er vonlaus baratta að tala við þessa menn sama hvaða flokkur er. Aðeins ein leið eftir- ALÞJÓÐADÓMSTÓLL OG AÐ ALLIR STANDI UPP SEM EINN MAÐUR
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.12.2016 kl. 16:27
Ég fæ hjá Tryggingastofnun 163.000 kr á mánuði til framfærslu í ellilífeyri núna vegna þess að ég fékk makabætur frá lífeyrissjóði fram til júlíloka ca.56.000 kr á mánuði eftir skatta. Það er reiknað með virðist vera, að ég hafi getað sparað þessa peninga sem að sjálfsögðu var ekki hægt.Var lægra áður. Svo fæ ég útborgað um 8.000kr úr lífeyrissjóðum eftir skatta, þannig að samtals er ég að fá rúmar 172.000 kr. á mánuði er þetta réttlátt? Er ekki með neinar aðrar tekjur síðan í júlílok, er hægt að ætlast til að fólk lifi og hafi húsnæði af þessum lúsarlífeyri? Ég spyr þig Björgvin, því þú veist svo margt um þessi mál.
Fanney Eva Vilbergsdottir (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 18:53
Sæl Fanney Eva! Þetta er alveg óásættanlegt.Það er engin leið sð lifa af þessum lúsalífeyri.Þetts er til skammar og sennilega mannréttingabrot.Ef ekki eru neinar tekjur nema frá TR eiga einhleypingar að fá 207 þús á mánuði eftir skatt frá TR en þeir,sem búa með öðrum eiga að fá 185 þús kr á mánuði eftir skatt.
Kær kveðja
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 20.12.2016 kl. 08:12
Ég skrifa um þetta mál á Facebook síðu mína í dag. MBK BG
Björgvin Guðmundsson, 20.12.2016 kl. 08:14
Sæll Björgvin.
Hefur þú skoðað þetta
http://www.althingi.is/altext/146/s/0006.html
110.000 krónurnar sem á vantar almenna lífeyrissjóði liggja í 11.grein laga 56/2000 enda ríkinu aðeins ætlað að fá undanþágu tryggingafræðilegra (129/1997) skerðinga vegna skuldayfirlýsinga (IOU) en ekki rekstrar og þá bæði breyttra forsenda (lífslíkna) sem og Hrunsins.
Óskar Guðmundsson, 20.12.2016 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.