Föstudagur, 23. desember 2016
Launum (lífeyri) aldraðra og öryrkja haldið niðri! Fengu enga "jólagjöf" frá alþingi
Biskup segir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja hafi setið eftir og ekki hækkað til jafns við önnur laun.Það er rétt: Launum (lífeyri) aldraðra og öryrkja hefur verið haldið niðri.
Í desember voru laun ráðherra,þingmanna,embættismanna og lífeyrisfólks á mánuði,fyrir skatt sem hér segir:
Ráðherrar 2 milljónir
Alþingismenn 1,1 milljón
Landlæknir,ríkislögreglustjóri 1,6 milljónir
Aldraðir og öryrkjar 212 þúsund ( þeir,sem búa með öðrum.)
Alþingismenn fengu mikla kauphækkun á kjördag.Framangreindir embættismenn og fjöldi annarra embættismanna fengu kauphækkun á miðju ári með gildistíma 18 mánuði til baka!En aldraðir og öryrkjar eru ekki farnir að fá sina hækkun,sína hungurlús, enn.Fá hana ekki fyrr en um áramót.Hafa ekki fengið neina hækkun síðan um síðustu áramót en allar framangreindar stéttir hafa fengið hækkanir á árinu og verkafólk fékk hækkun í byrjun árs og á miðju ári.Hvers eiga aldraðir og öryrkjar að gjalda? Er ástæðan sú,að Bjarni og Eygló töldu,að þeir hefðu nóg,212 þúsund fyrir skatt og 185 þúsund kr á mánuði eftir skatt,sem hækka á um 10 þúsund rúmar um áramót.Hafa hungurlús í dag og verða með hungurlús eftir hækkun.-Ég sagði fyrir nokkrum dögum,að alþingi gæti tekið rögg á sig og leiðrétt kjör aldraðra og öryrkja fyrir jólin. En svo varð ekki.Það var til of mikils ætlast.Alþingi féll á því prófi.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Facebook
Athugasemdir
Töluverð hækkun verður nú um áramótin á högum einstaklinga sem ná 280.000 á undan almennum vinnumarkaði.
Tekjuskerðingar koma þó aftur og þyngra á lífeyrinn en eru hækkaðar á húsnæðis/framfærslu-uppbót.
Takmarkið er að hvetja til 50% eða minni stöðu 67<72 +50% stöðu á aldurshópinn ára og þá án skerðinga.
Skerðingarnar ættu í raun ekki að vera fyrir hendi en í raun fremur að taka skatt af, þá um 37% en ekki 45% skerðingu.
Mest hæka þeir sem fastir eru á stofnunum, þ.e.a.s. vasapeningar þeirra fara úr um 28.000 í um 64.000
Óskar Guðmundsson, 23.12.2016 kl. 15:09
Sæll! Ég kalla þetta ekki mikla hækkun um áramót.Ég miða við eftitr skatt.Þá er hækkun þessi: Hjá þeim,sem búa með öðrum.Hækkun un 11 þús á mánuði úr 185 þús i 196 þús.Og hjá einhleypum wer hækkunin 20 þúsund þ.e, í 227 þús (280 þús fyrir skatt).Eftir sem áður er þetta ekki neitt neitt fyrir þá sem eingöngu hafa lífeyri RE, 196 þús og 227 þúsund.Þeir sem hafa viðbótartekjur skilja það ekki.
Kveðja
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 23.12.2016 kl. 21:22
Þetta átti að vera lífeyri TR en ekki RE.
Björgvin Guðmundsson, 23.12.2016 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.