Hefur Sjálfstæðisflokkurinn styrkt sig við að Framsókn fór úr stjórninni?

Framsóknarflokkurinn má eiga það,að hann hélt fullu sjálfstæði í ríkisstjórninni með Sjálfstæðisflokknum.Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki valtað yfir Framsóknarflokkinn. Öðru máli gegnir nú.Sjálfstæðisflokkurinn hagar sér nú eins og hann sé einn í stjórninni. Hann tekur lítið tillit til samstarfsflokka sinna.Þetta sést m.a. á einkavæðingarbrölti Sjálfstæðisflokksins.Flokkurinn reynir nú alls staðar að koma við einkavæðingu.Nú síðast vill Sjálfstæðisflokkurinn einkavæða flugstöð Leifs Eiríksssonar.Það eru engin takmörk fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða.Og samstarfsflokkarnir,Björt framtíð og Viðreisn gera engar athugasemdir við þessi einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband