Sunnudagur, 21. maí 2017
Flugstöðin einkavædd og einkaaðilar látnir græða á ferðalögum Íslendinga og annarra
Formaður fjárlaganefndar vill kanna hvort ekki sé rétt að einkvæða Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Ef það yrði niðurstaðan mundu einkaaðilar fá tækifæri til þess að græða á ferðalögum Íslendinga til útlanda.Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sá,að hann er einráður í ríkisstjórninni,samstarfsflokkarnir eru viljalaus verkfæri,eru engin takmörk fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða.Fyrirstaða er engin í ríkisstjórninni.Spurningin er aðeins hvað Sjálfstæðisflokkurinn getur eyðilagt mikið á meðan hann er við völd og hvað flokkurinn getur sölsað mikið undir sig af eignum. Það eru vissulega orð að sönnu sem Lilja Alfreðsdóttir sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins,að brýnasta verkefnið í dag væri að koma ríkisstjórninni frá sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.