Laugardagur, 23. september 2017
Tillaga Bjarna um stjórnarskrána er fráleit!
Árið 2012 lagði ríkisstjórn Samfylkingar og VG fram tillögu um nýja stjórnarskrá,sem lögð var fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu það ár.Nýja stjórnarskráin hafði verið samþykkt í stjórnlagaráði og afgreidd þar samhljóða. Meðal annars var í nýju stjórnarskránni gert ráð fyrir,að aflaheimildir yrðu boðnar upp á uppboðsmarkaði og markaðsverð látið ráða.60 % þjóðarinnar samþykkti nýju stjórnarskrána. En Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir afgreiðslu stjórnarskrárinnar á alþingi.Flokkurinn gat ekki sætt sig við að aðrir flokkar hefðu frumkvæði að breytingum á stjórnarskránni.Flokkurinn vildi fá að ráða breytingum sjálfur og að þær yrðu sem minnstar. Nú hefur Bjarni Ben lagt til ,að gerðar verði mjög litlar breytingar á stjórnarskránni og þær afgreiddar á 12 áruum. Það er fráleitt og kemur ekki til greina. Ég vona,að félagshyggjuflokkarnir afgreiði stjórnarskrána,sem þjóðin samþykkti í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.