Föstudagur, 29. september 2017
Breytt litróf í pólitíkinni á ný!
Ný könnun um fylgi flokkanna var birt í gær,þ.e. frá MMR.Þá breyttist litrófíð í pólitíkinni enn á ný.Aðaltíðindin voru þau,að Samfylkingin var orðin þriðji stærsti flokkurinn og nýr flokkur Sigmundar Davíðs,Miðflokkurinn fór upp fyrir Framsókn og fékk rúm 7%,
Útkoman var þessi; VG var með 24,7 %,Sjálfstæðisflokkur með 23,5 % og Samfylkingin með 10,4%.Samfylkingin var m.ö.o. komin upp fyrir Pirata og Framsókn.Piratar voru með 10 %,Flokkur fólksins með 8,5%,Framsókn með 6,4%,Viðreisn með4,9% og Björt framtíð með 2,5% Samkvæmt þessu er ljóst,að Miðflokkur Sigmundar Davíðs hefur dregið fylgi frá Framsókn.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.