Fimmtudagur, 23. nóvember 2017
Bjarni og Katrín sömdu um stjórnarsamstarf fyrir kosningar!
Rætt var um stjórnarmyndun á Hringbraut sjónvarpstöð í gær. Sigmundur Ernir ræddi við Gunnar Smára og Reyni Traustason,tvo fyrrverandi ritstjóra.Þeim kom saman um það, að þau Katrín Jakobsfóttir og Bjarni Benediktsson þyrftu mjög á því að halda að komast í ríkisstjórn.Það væri sameiginlegt áhugamál þeirra að komast í stjórn.Gunnar Smári taldi,að þau hefðu komið sér saman um það fyrir kosningar að mynda stjórn eftir kosningar.Gunnr Smári sagði,að það væri enginn sósialismi lengur í flokki vinstri grænna.VG og Sjálfstæðisflokkurinn væru hins vegar sammála um landbúnaðarmál,sjávarútvegsmál og um Evrópusambandið; það væru helst skattamálin, sem einhver ágreiningur væri um.Sigmundur Ernir spurði hvort svona stjórn íhalds,framsóknar og VG gæti ekki setið lemgi. Það taldi Reynir Traustason ólíklegt.Ólgan í VG væri það mikil ,að stjórn með Sjálfstæðisflokknum mundi endast stutt.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.