Mánudagur, 27. nóvember 2017
VG að skera Sjálfstæðisflokkinn niður úr snörunni!
!
Samkomulag mun vera komið milli VG,ihalds og Framsóknar um að þessir flokkar gangi í eina sæng saman í ríkisstjórn.Fréttamaður RUV fór í gær í ráðherrabústaðinn að leita frétta af viðræðunum.Hann varð þess var að formennirnir skáluðu í lok fundar.Það bendir til þess að samkomulag sé komið milli flokkanna.Fréttamaðurinn hitti Bjarna Benediktssson og fékk þær upplýsingar hjá honum,að stjórnarsáttmálinn yrði væntanlega tilbúinn í dag.Flokkarnir ákváðu fyrst að skipta með sér ráðherrastólum á þennan hátt: Íhald 5 stólar,VG 3 stólar og Framsókn 3 stólar. VG forseti alþingis.Málefnn voru látin bíða.-Það var talsvert áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn,þegar Björt framtíð sleit stjórn Bjarna Benediktssonar vegna trúnaðarbrests.Björt framtíð sagði,að íhaldið hefði haldið því leyndu fyrir samstarfsflokkunum,að alræmdum barnaníðingi hefði verið veitt uppreist æru með meðmælum föður Bjarna Benediktssonar.Þetta var kallað leyndarhyggja og gagnrýnt harðlega á alþingi og í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.Svandís Svavarsdóttir alþingismaður gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir athæfið. Vegna þess að Björt framtíð sleit stjórninni í mótmælaskyni við athæfi Sjálfstæðisflokksins í uppreist æru málinu varð að rjúfa þing og kjósa. Þegar það gerðist datt engum í hug, að Vinstri græn mundu skera íhaldið niður úr snörunni og leiða það til valda á ný í stjórnarráðinu. En það er nú að gerast.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.