Miðvikudagur, 29. nóvember 2017
Fjármagnstekjuskattur 30-42% á Norðurlöndum; 22% hér! (Dæmi um vinnubrögð við stjórnarmyndun!
Dæmi um vinnubrögð í samningaviðræðum VG,íhalds og framsóknar um ríkisstjórn: VG lagði til,að fjármagnstekjuskattur yrði hækkaður úr 20% í 30%.Í Danmörku er fjármagnstekjuskattur 42%,í Svíþjóð og Finnlandi er fjármagnstekjuskattur 30%. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti 22%.Það gilti.Halda menn,að VG hefði sætt sig við slíka meðferð í miðvinstri viðræðum? Ég held ekki.En VG lét íhaldið valta yfir sig í þessu máli eins og fleiri málum.Þetta sýnir í hnotskurn hvað málið snérist um.Miðvinstri stjórn hefði getað ákveðið 30% fjármagnstekjumagnskatt.En af því að VG kaus frekar að fara yfir til íhaldsins ásamt framsókn verður fjármagnstekjuskatturinn 22%,þ.e. hækkar aðeins um 2 prósentustig!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.