Þjóðin hefur ekki efni á að lækka veiðigjöldin; þarf að hækka lífeyri aldraðra

Ríkisstjórnin ráðgerir að lækka veiðigjöld hjá litlum og meðalstórum  útgerðum.Sagt er að afkoman sé erfið hjá þeim.Samkvæmt lögum á þjóðin sjávarauðlindina og útgerðarmenn fá leigð afnot af henni gegn afnotagjaldi (leigu).Það er ekki skattur.Afkoma stærri útgerða hefur hins vegar verið mjög góð undanfarn ár og gróði mikill. Ekki hefur þó verið rætt um að hækka veiðigjöldin hjá þeim.

 Þegar um leigu er að ræða er ekki venjan,að eigandinn lækki leiguna,ef afkoma leigjandans er erfið.Það á ekki heldur að gera það,þegar um leiguafnot sjávarauðlndarinnar er að ræða. Útgerðin hefur lengi notið vildarkjara við afnot sjávarauðlndarinnar.Hún hefur lengst af greitt lágt afnotagjald fyrir afnotin.Auk þess er það valinn hópur útgerðarmanna ,sem fengið hefur að leigja afnot af auðlindinni.

VG hefur talið veiðigjöldin of lág og hefur viljað hækka þau.En fulltrúar flokksins eru ekki fyrr sestir í ráðherrastóla en þeir samþykkja lækkun veiðigjalda!Sennilega að gera það til þess að þóknast samstarfsflokkunum.

Þjóðin hefur ekki efni á slíku.Hún þarf að innheimta fulla og eðlilega leigu fyrir afnotin til þess að geta hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja og byggt fleiri hjúkrunarheimili fyrir aldraða.Verkefnin eru næg.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband