Afnema krónu móti krónu skerðinguna,ef öryrkjar samþykkja starfsgetumat!

 

Í viðtali þvi,sem  Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins var í á Hringbraut,sjónarpi, gagnrýndi hún ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa ekki afnumið krónu móti krónu skerðingu á  lífeyri öryrkja og fyrir að halda lífeyri öryrkja í fátæktargildru.Þuríður Harpa sagði,að ríkisstjórnin vildi nota starfsgetumatið sem skiptimynt gegn afnámi krónu móti krónu skerðingu ( þ.e. ef Öbi tæki upp starfsgetumat yrði krónu móti krónu skerðing afnumin).Þuríður Harpa sagði,að í kosningabaráttunni hefðu allir flokkar viljað bæta kjör öryrkja (og mátt skilja,að þeir vildu afnema króni móti krónu skerðinguna) en ekkert hefði gerst; það væri mjög ósanngjarnt og hún kvað það mjög lúalegt að ætla að nota krónu móti krónu skerðinguna sem skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat.Hún kvað Öbi tilbúið í samtal um  einfaldara kerfi.En hún kvaðst ekki skilja hvernig unnt væri á grundvelli laga,sem kvæðu á um að taka ætti tillit til  launaþróunar,að ákveða margra tuga prósenta  launahækkun,nú síðast fyrir biskup (45% fyrir þingmenn,35% fyrir ráðherra,21% fyrir biskup) þegar á grundvelli annarra laga,sem einnig kvæðu á um að miða ætti við launaþróun, væri ákveðið að öryrkjar ættu að hækka um 4,7%.! Hún sagði,að dæmi væri um að öryrki hefði ekki nema 80 þúsund kr. í örorkulífeyri.- Fram kom í viðtalinu,að öryrkjum hefði brugðið svo mjög við að sjá fjárlagafrumvarpið,þar sem ekkert tillit var tekið til öryrkja þrátt fyrir öll fallegu orðin,að samtökin hefðu haldið neyðarfund og mótmælt fjárlagafrumvarpinu harðlega.

Eins og fram hefur komið áður refsaði ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Öryrkjum vegna þess að þeir voru ekki tilbúnir til þess að samþykkja starfsgetumat.Sú ríkisstjórn ákvað á síðustu stundu að láta öryrkja ekki fá sömu kjarabætur og aldraða í nýju frumvarpi um almannatryggingar.Var ákveðið að  hætta við að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum.Það þýðir að öryrkjar megi ekki hafa örlitlar tekjur án þess að lífeyrir þeirra hjá TR sé   skertur á móti.Þetta var refsiaðgerð.Þetta var hefndaraðgerð. Nú virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp sömu vinnubrögðin gagnvart  öryrkjum samkvæmt því sem Þuríður Harpa sagði í viðtalinu á Hringbraut um „skiptimyntina“.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband