Kári fyrir vonbrigðum með Katrinu!

Kári Stefánsson gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur harðlega í blaðagrein í Fréttablaðinu í dag.Hann kvaðst hafa talið, að hún yrði málsvari þeirra,sem minna mega sín.En dæmi um stjórnarathafnir hennar bentu til annars.Hann segir m.a.:

Svo komu fjárlögin þar sem átta hundruð milljónum var bætt við Háskóla Íslands en engin vísbending um að það eigi að hlúa betur að leikskólum og grunnskólum landsins. Ég er býsna ánægður með að stuðningurinn við Háskólann sé aukinn en hann er sá skóli þar sem hlutfall afkvæma þeirra sem vel standa í íslensku samfélagi er hæst og þeirra sem verst standa er lægst. Leikskólar og grunnskólar eru þeir staðir í skólakerfinu þar sem hægt væri að leggja mikið af mörkum til þess að jafna þau tækifæri sem börn hafa án tillits til fjölskylduaðstæðna. Það búa í það minnsta 6.000 börn á Íslandi undir fátæktarmörkum og það væri gleðilegt ef við hefðum það á tilfinningunni að það væri efst á forgangslista formanns Vinstri grænna að vinna að því að þau fái betri tækifæri í lífinu en bíða þeirra núna.

Kári telur Katrínu ekki hafa gert neitt enn í ríkisstjórn,sem staðfesti að hún vilji bæta hag þeirra,sem minna mega sín.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband