Föstudagur, 12. janúar 2018
Ráðherrar í stjórnarandstöðu?
Það vekur athygli ,að tveir nýir ráðherrar skrifa mikið í blöðin.Þetta eru Svandís Svavarsdóttir ,heilbrigðisráðherras og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Þessir ráðherrar skrifa greinar í blöðin eins og þeir séu í stjórnarandstöðu.Þeir skrifa um að gera þurfi þetta og hitt en virðast "gleyma" því að þeir eru í valdaaðstöðu og geta því framkvæmt það sem þeir bera fyrir brjósti.Eða lemur Bjarni á puttana á þeim og stöðvar áhugamál þeirra? Líklegast er,að svo sé.Bjarni er í ríkisstjórn eins og heimaríkur hundur,búinn að vera lengi í stjórn og þykist eiga að ráða meira en aðrir og gerir það.Lilja lofaði að afnema virðisaukaskatt á bókum í kosningunum. En ekkert bólar á því.Bjarni hefur stoppað það.Svandís segir nú,að hún ætli að skipa starfshóp til þess að athuga niðurgreiðslu á tannlækningum aldraðra.Framsókn lofaði framkvæmd á því máli einnig.Ekkert gerist.Nú er málið sett í nefndf.Það er gamalkunnug aðferð til þess að svæfa mál.Það þarf enga nefnd um þetta mál. Kristján Þór Júliussson fór yfir þetta mál allt þegar hann var heilbrigðisráðherra og var búinn að lofa Félagi eldri borgara að leggja til 800 millj kr til niðurgreiðslu á tannlækningum og til þess að gera upp gamla skuld .Það var svikið.Bjarni hefur stöðvað það. Nú kemur nýtt loforð í stjórnarsáttmálanum upp á 500 mill.; hefur lækkað um 300 millj.krSvandís ætti að sýna þann manndóm að framkvæma málið,leggja fram a.m.k. 800 millj í málið um leið og ákveðin væri ný gjaldskrá sem tryggði áframhaldandi niðurgreiðslu.Hún getur fengið öll gögn um málð hjá Kristjáni Þór.Það þarf enga nefnd,nema hún vilji svæfa málið.Svandís þarf ekki að skrifa fleiri greinar.Hún þarf að láta hendur standa fram úr ermum.Það er komið að framkvæmdum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.