Áskorun á forsætisráðherra: Lífeyrir hækki strax!

 

 
 
Í dag birtist í Fréttablaðinu opið bréf frá Björgvin Guðmundssyni til forsætisráðherra,Katrínar Jakobsdóttur um að forsætisráðherra beiti sér fyrir því að lífeyrir þeirra aldraðra og öryrkja sem hafa lægstan lífeyri verði strax hækkaður.Lægsti lífeyrir dugi ekki til framfærslu.Lyf og læknishjálp verði útundan og stundum jafnvel matur.Hér er um að ræða þá,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum.Lífeyrir aldraðra í hjónabandi eða sambúð,sem einungis hafa lífeyri frá TR er aðeins 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Engin leið er að lifa af þeirri hungurlús.Einhleypir eldri borgarar hafa 243 þúsund kr eftir skatt.Þetta eru skammarlegar upphæðir,þegar góðæri er í landinu og nógir peningar til. Staða öryrkja er svipuð og staða aldraðra,jafnvel aðeins lakari.Mál þetta þolir enga bið.Væntanlega mun forsætisráðherra veita því forgang og afgreiða strax.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband