Miðvikudagur, 24. janúar 2018
Ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir þá,sem verst eru staddir
Það er nú farið að skýrast hver eru áhersluatriði ríkisstjórnar Katrínar Jabobsdóttur.Það er engin áhersla lögð á það að bæta kjör þeirra,sem verst eru staddir.Í því efni er sama stefna hjá ríkisstjórninni eins og var þegar íhald og framsókn voru ein í stjórn og eins og var í síðustu ríkisstjórn með aðild Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Stefnan í þessu efni hefur ekkert breytst við aðild VG að stjórninni.VG hefur lagt mesta áherslu á loftslagsmálin og umhverfismálin. Það er gott og blessað en að minu mati er enn mikilvægara að bæta kjör þeirra,sem eiga ekki fyrir mat og eiga ekki fyrir læknishjálp eða lyfjum.Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni í kjaramálum á vinnumarkaðnum eins og sjá má í stjórnarsáttmálanum.Ríkisstjórnin mun hamla gegn leiðrettingu launa þeirra lægst launuðu.Þeir eiga áfram að vera með laun við fátæktarmörk.Þetta er svikamylla,.þar eð síðan er lífeyrir þeirra lægst launuðu miðaður við lágmarkslaun,sem 5% verkafólks fær.Sem betur fer hefur annað verkafólk hærri laun.Það vantar mikið á,að hér sé félagslegur stöðugleiki.Það á eftir að laga mikið hér á landi í félagsmálum áður en unnt er að taka upp svipaðar aðferðir í kjaramálum hér og á hinum Norðurlöndunum.Tekjuskiptingin hér á landi er mjög ójöfn.Það þarf að auka hlut láglaunafólks og lífeyrisþega í tekjuskiptingunni, til dæmis með því að láta eigendur sjávarauðlindarinnar fá hærra afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni; ríkisstjórnin vill gera þveröfugt;hún vill lækka veiðigjöldin,hún vill auka misskiptinguna í þjóðfelaginu.Krafan er skýr:Það á að stórhækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja,það á að hækka talsvert lægstu laun og það á að hækka veiðigjöldin,hækka afgjaldið fyrir afnot af sjávarauðlindinni.Þjóðin hefur ekki efni á því að láta útgerðina nýta þessa eign þjóðarinnar fyrir lágt gjald.Þjóðin þarf að fá eðlilegt afgjald.Það er ekki skattur sem útgerðin þarf að greiða heldur afgjald fyrir afnotin; líkara leigu.Þess vegna er ekki unnt að lækka afgjaldið þó afkoma einstakra útgerða versni.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.