Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sviku stór kosningaloforð gefin öldruðum 2013; VG og Framsókn ekki farin að efna kosningaloforðin við eldri borgara frá 2017

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gáfu eldri borgurum stór kosningaloforð  fyrir þingkosningarnar 2013. Þeir lofuðu báðir að hækka lífeyri aldraðra til þess að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, 2009-2013. Flokkarnr komust til valda en sviku kosningaloforðið gersamlega.Framsókn og VG gáfu eldri borgurum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2017. Framsókn lofaði að gera tannlækningar eldri borgara gjaldfrjálsar. VG lofaði að tryggja það,að lífeyrir aldraðra væri ekki niður við fátæktarmörk.Ekki hefur verið staðið við þessi loforð.Þessi loforð eru þess eðlis,að það átti að efna þau strax.Það var ekki gert.Enginn áhugi á málefnum aldraðra og öryrkja í ríkisstjórninni.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband