Sunnudagur, 4. febrúar 2018
Snúast Ragnar Þór og Sólveig Anna gegn Gylfa sem forseta ASÍ?
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ var gestur í Silfrinu í hádeginu í dag.Rætt var um ólguna, sem er innan ASÍ vegna hugleiðinga VR um að segja sig úr sambandinu og mikilla átaka í Eflingu,verkamannafélaginu en þar býður ung kona sig fram gegn frambjóðanda stjórnar og trúnðarmannaráðs félagsins.Það er Sólveig Anna Jónsdóttir starfsmaður á leikskólanum Nóaborg,í Reykjavík,sem býður sig fram til formanns gegn frambjóðanda stjórnar.Ragnar Þór formaður VR hefur lýst yfir stuðningi við Sólveigu Önnu sem formann Eflingar.
Fanney Birna umsjónarmaður Silfursins spurði Gylfa Arnbjörnsson, hvort hann mundi halda forsetaembætti sínu í ASí, ef Sólveig Anna mundi sigra í Eflingu og ef VR segði sig úr ASÍ.Gylfi sagði, að örlög forseta ASÍ réðust ekki af þessum atriðum.Hann kvaðst ekki hafa ákveðið, hvort hann byði sig fram sem forseti ASÍ á næsta þingi sambandsins.Hann mundi væntanlega ákveða það í júlí n.k.
Fanney Birna taldi, að ef bæði Ragnar Þór og Sólveig Anna ( hugsanlega sem nýr formaður Eflingar) mundu snúast gegn Gylfa Arnbjörnssyni á ASÍ þingi gæti orðið tvísýnt um kosningu hans.Hún fjallaði einnig um gagnrýni Sólveigar Önni á stefnu Eflingar í kjaramálm en Sólveig Anna telur, að Efling hafi ekki barist nægilega vel fyrir bættum kjörum þeirra lægst launuðu í félaginu.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.