Fimmtudagur, 8. febrúar 2018
EFTIRLAUN LÆGRI HÉR EN Í RÍKJUM OECD. ÞÓ MEIRI HAGVÖXTUR HÉR!
Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag.Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra,sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi.Það eru 6000 börn,sem búa við fátækt á Íslandi í dag.Það er smánarblettur á íslensku þjóðfelagi.Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin vill gera.
Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Þeir,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR.Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð) Það lifir enginn af þessari upphæð.Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot.Rikisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor.Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn.Það verður að gerast strax.
Hækka þarf eftirlaun á Íslandi um 35 milljarða kr
Hvað þarf að hækka lífeyri aldraðra mikið svo hann sé mannsæmandi og dugi vel fyrir öllum útgjöldum.Að mínu mati þarf að hækka hann í 425 þúsund kr á mánuði fyrir skatt, 320 þúsund kr eftir skatt.Ég tel það vera lágmark til þess að lifa sómsamlegu lífi. Í dag er lífeyrir eftir skatt 243 þúsund á mánuði.Hér er því verið að leggja til 77 þúsund króna hækkun á mánuði eftir skatt. Ýmsum mun ef til vill finnast þetta mikil hækkun.Og víst er það rétt. En á það er að líta, að lífeyrir í dag er mjög lágur, alltof lágur og þess vegna þarf að hækka hann mikið.
Nýlega vann dr. Haukur Arnþórsson skýrslu fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík um kjör aldraðra.Í henni kemur fram, að eftirlaun aldraðra á Íslandi eru mun lægri en eftirlaun í OECD ríkjunum, þ.e. sem hlutfall af þjóðartekjum.Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,1% af þjóðartekjum en í ríkjum OECD eru eftirlaun aldraðra 8,2% af þjóðartekjum, þ.e. meðaltalið. Hér er fjallað um eftirlaun (lífeyri) frá hinu opinbera,þ.e. almannatryggingum.Dr.Haukur Arnþórsson segir, að til þess að jafna metin og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og þau eru að meðaltali í OECD ríkjunum þurfi að hækka eftirlaun aldraðra á Íslandi um 35 milljarða.Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og leiða í ljós,að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig gagnvart eldri borgurum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa brugðist öldruðum. Enda er það svo, að alþingsmenn hafa flestir hverjir engan áhuga á kjaramálum aldraðra.Ýmist eru kjaramál aldraðra í neðsta sæti forgangslistans hjá þeim eða alls ekki á listanum.
Hækkun eftirlauna gerist strax
Ég hef lagt til, að afnám skerðinga eigi sér stað á 3 árum en þá er það auðvelt í framkvæmd fyrir ríkið. Hins vegar tel ég, að hækkun eftirlauna eigi að gerast strax.Það er óforsvaranlegt að hafa eftirlaun lægri hér á landi en í löndum OECD, þegar hagvöxtur er meiri hér en í ríkjum OECD.Það er í rauninni verið að svíkja eldri borgara um hlutdeild í hagvextinum.Það er illa komið fram við eldri borgara.Það eru aldraðir sem hafa skapað það þjóðfélag, sem við búum við í dag.Þegar mikil uppsveifla er í efnahagslífi landsins og hámarkshagvöxtur er kjörum aldraðra haldið niðri og þau höfð lægri en í ríkjum OECD. Þetta verður að leiðrétta strax.Það þolir enga bið.
Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið 8.feb.2018
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.