Mánudagur, 12. febrúar 2018
300 þúsund á mánuði reyndist blekking!
.
"Viljið þið fá meiri hækkun?" spurði RUV
RUV,rás 2 ræddi kjarmmál aldraðra í morgun.Sigríður Dögg og Sigmar ræddu við Gísla Jafetsson framkvæmdastjóra FEB í Rvk.Rætt vr m.a. um þá blekkingu,að aldraðir hefðu fengið 300 þúsund kr í lífeyri frá síðustu áramótum.Gísli Jafetsson hélt því til haga,að þeir eldri borgarar,sem væru á strípuðum lífeyri þyrftu að fá verulega hækkun.Sigríður Dögg sagði að eldri borgarar hefðu fengið mikla hækkun!: Viljið þið fá meiri hækkun,spurði hún..Ekki tók Gísli undir það( Hafa sennilega bæði talið,að " hækkunin" væri orðin nógu mikil!.. ..
Þegar verkalýðshreyfingin fór fram á að laun fyrir skatt hækkuðu í 300 þús. kr á mánuði (2018) fór Landssamband eldri borgara fram á það sama fyrir aldraða. Við afgreiðslu á nýju lögum um almannatryggingar 2016/2017 lýsti ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar því yfir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi hækka í 300 þúsund 1.jan 2018. En hverjar eru efndirnar: Aðeins 29% öryrkja fær 300 þús. kr á mánuði fyrir skatt ,þ.e. þeir sem búa einir. Hinir fá aðeins 239 þúsund. Enn færri meðal aldraðra fá 300 þúsund fyrir skatt eða 20%. Hinir fá aðeins 239 þús. Auk þess er á að líta,að skatturinn á eftir að hirða af því,sem fæst fyrir skatt tæp 20%.Það er því lítið eftir fyrir húsnæðiskostnaði og öllum útgjöldum.
Hækkun lífeyris í 300 þúsund á mánuði hefur reynst blekking. Stjórnarherrarnir eru búnir að flagga þessari hækkun mikið. En í raun er það svo að aðeins hluti lífeyrisþega hefur fengið 300 þúsund og það fremur lítill hluti. Er ekki tímabært að hætta blekkingarleik og veita öldruðum og öryrkjum raunhæfar kjarabætur?
.
Björgvin Guðmundssson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Svo gleyma menn alltaf að nefna að af þessum þrjúhundruð þúsundum eru menn að borga hátt í 57,000,- í skatt
Þórir Kjartansson, 12.2.2018 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.