Mánudagur, 12. mars 2018
Búið að afnema hér helsta einkenni norræna velferðarmodelsins!
Stjórnvöld hér hafa fellt niður grunnlífeyrinn.Þar með hefur helsta einkenni norræna velferðarmodelsins hér á landi verið afnumið.Lífeyrir almannatrygginga,sem þeir fá,sem ekki hafa aðrar tekjur,dugar ekki til framfærslu.Og upptaka ríkisins vegna skatta og skerðinga hjá þeim, sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði er svo mikil að líkast er eignaupptöku. Þetta sagði Harpa Njáls félagsfræðingur í samtali við RÚV í byrjun janúar sl.Harpa Njáls gagnrýnir harðlega þær miklu skerðingar sem eiga sér stað á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara,sem fá greiðslur úr lífeyrssjóði
Guðmundur Gunnarsson fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins gagnrýndi einnig harðlega afnám grunnlífeyris í Silfrinu í gær.Hann sagði,að alls staðar á hinum Norðurlöndunum væru eldri borgarar með grunnlífeyri eins og verið hefði hér (200 þúsund kr á mánuði).En í þessu efni eins og fleirum stæðu Íslendingar að baki hinum Norðurlöndunum.Eldri borgarar á Íslandi fá lægri eftirlaun frá ríkinu en eldri borgarar fá til jafnaðar frá hinu opinbera í OECD ríkjunum.Samt er hagvöxtur hærri hér en erlendis og ætti að tryggja það,að Ísland gæti tryggt sínum eldri borgurum jafngóð kjör eða betri en þeir njóta í löndum OECD.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.