Mánudagur, 2. apríl 2018
Hvers vegna er ríkisstjórnin neikvæð gagnvart þeim lægst launuðu?
Stjórnin hefur setið í 4 mánuði en á þeim tíma hefur hún ekki haft frumkvæði að því að hækka lægsta lífeyri um eina krónu og ekki heldur að hækka lágmarkslaun.Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að útrýma barnafátækt.-Þrátt fyrir lagaákvæði um,að lífeyrir eigi að fylgja launaþróun hækkaði lífeyrir minna um síðustu áramót en lágmarkslaun eða um 4,7% en lágmarkslaun hækkuðu um 7%. Þingmenn hækkuðu um 45% 2016 og ráðherrar enn meira!
Lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum er sem hér segir: Giftir 204 þúsund á mánuði eftir skatt.einhleypir 243 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Lágmarkslaun eru svipuð.Það er engin leið að lifa af þessari hungurlús.Þetta er rétt rúmlega fyrir húsaleigu.En samt hreyfir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki legg ne lið til þess að laga þetta.Þingið sefur líka,þegar það kemur saman."Róttækur verkalýðs-og velferðarflokkur" (VG?) hefði átt að láta það verða sitt fyrsta verk að laga þessi slöku kjör; það hefði átt að gerast á fyrstu viku rikisstjórnarinnar.En ekkert gerðist.VG virðist hafa gleymt stefnu sinni.Laun þingmanna eru 1,1 milljón á mánuði fyrir skatt fyrir utan allar aukasporslurnar og laun ráðherra eru 1,8 milljón á mánuði og hjá forsætisráðherra rúmar 2 millj. á mánuði.Hlunnindi og aukagreiðslur til ráðherra eru miklu meiri en til þingmanna.Ráðherrar þurfa mjög sjaldan að taka upp veskið! Luxuskjör yfirstéttarinnar ættu að reka á eftir henni að bæta kjör þeirra lægst launuðu.En það gerist ekki.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.