VG talar eins og íhaldið!

Mig hefur lengi undrað, að Katrín Jakobsdóttir formaður VG,"róttæka sósialistaflokksins",skuli ekki hafa hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu í valdatíð sinni en þannig er það.Þessi lífeyrir hefur ekkert hækkað fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.En svarið við þessari undran minni kom hjá Katrínu í síðustu viku á morgunvakt Rásar 1 hjá RUV en þá sagði Katrín,að lífeyrir hefði hækkað svo mikið um áramótin 2016/ 2017 við gildistöku nýrra laga um TR!En um leið gagnrýndi Katrín það,að strax daginn eftir gildistöku nýju laganna og lögfestingu "hækkunar lífeyris" hefði verið komin óánægja með hækkunina! En stöldrum við: Fyrir þingkosningarnar sl haust var það í stefnu VG,að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.M.ö.o: Í kosningabaráttunni 2017 sagðist VG vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja.En nú gefur VG til kynna,að kjörin hafi verið bætt nóg 2016/2017! Augljóst er hvað hér er að gerast:Það er ekki aðeins,að VG hafi tekið upp stefnumál Sjálfstæðisflokksins heldur tekur Katrín og VG upp málflutning Sjálfstæðisflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn ( B.Ben) hefur lengi undanfarið haldið því fram,að kjör aldraðra og öryrkja hafi verið stórbætt.Til skamms tíma hefur VG ekki tekið undir það.En á Morgunvaktinni í síðustu viku varð allt í einu breyting: Katrín talaði eins og Bjarni: Sagði,að miklar kjarabætur hefðu orðið hjá öldruðum og öryrkjum 2016/ 2017.Og hverjar voru þessar kjarabætur:Jú giftir aldraðir fengu 9,7% hækkun lífeyris eða 18 þús kr hækkun og fóru í 204 þúsnd kr á mánuði!.Forsætisráðherra hækkaði hins vegar um 64% ,um 7-800 þúsund kr og fór í 2 milljónir fyrir utan öll hlunnindin,þingmenn hækkuðu um 45% eða um 350 þúsund á mánuði og hækkuðu í 1,1 milljón á mánuði en við bætast hundruð þúsunda aukagreiðslur.Hvernig getur formaður "róttæka sosialiistaflokksins" og forsætisráðherra borið það á borð fyrir þjóðina,að 9,7% hækkun aldraðra,18 þús kr.,hækkun i 204 þúsund á mánuði eftir skatt sé mikil hækkun.Þarf hún að láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna sér.getur hún ekki hugsað sjálfstætt.Óttast VG,að stjórnin springi ef VG heldur fram stefnumálum sínum?Lýkur þá hinu ljúfa lífi og fórna verður hégómanum?Það er hættan!

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband