Vika eftir af undirskriftasöfnun fyrir aldraða og öryrkja

 

Undirrskriftasöfnunin fyrir aldraða og öryrkja verður aðeins í eina viku enn.Þess vegna verða allir,sem eru eftir að skrifa undir að gera það strax í dag.Það er Erla Magna Alexandersdóttir,eldri borgari,sem átti hugmyndina að þessari undirskriftasöfnun og kom henni í framkvæmd svo til ein síns liðs.Ég hef veitt henni örlitla aðstoð.Því miður hefur undirskriftasöfnunin ekki fengið nægilega kynningu í fjölmiðlum.Send var fréttatilkynningar til Fréttablaðsins,Morgunblaðsins og RUV.En enginn þessara fjölmiðla birti fréttatilkynninguna.Það er mjög undarlegt.Einhvern tímann hefði það þótt frétt ,að einn eldri borgari efndi til undirskriftasöfnunar fyrir aldraða og öryrkja án nokkurs stuðnings samtaka eða fjársterks fyrirtækis.Mér finnst þetta mjög merkilegt framtak; var í 20 ár blaðamaður og útvarpsmaður og fullyrði,að á þeim tíma,sem ég starfaði á fjölmiðlum, hefði þetta þótt góð frétt.En annað hvort er eitthvað breytt fréttamat í dag eða aðrar óeðlilegar ástæður valda því,að þessari frétt var stungið undir stól. Ég gat vakið athygli á þessari undirskriftasöfnun í blaðagreinum,sem ég skrifaði í Morgunblaðið og Fréttablaðið. Sennilega á maður að vera þakklátuyrir að þessar greinar birtust.En nú þarf að bretta upp ermarnar og nota vel síðustu daga undirskriftasöfnunarinnar.Tilgangur hennar er að knýja fram hærri lífeyri til þess að aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Slóðin,sem fara á inn á til þess að skrifa er þessi:listar.island.is/Stydjum/23. Ef sækja þarf um íslykil er slóðin þessi: island.is/islykill
 
 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undirskrift fyrir öryrkja og eldri borgara.

Sólveig Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2018 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband