Hótar að afturkalla lítið sem ekki neitt!

 
 
Á forsíðu Mbl í dag hótar fjármálaráðherra að afturkalla sáralitlar lækkanir á tekjuskatti (lítið sem ekkert) sem lofað hafði verið. Samtök atvinnulífsins hafa ekkert boðið í kjaraviðræðunum,ekki einu sinni 1% en BB finnst samt öruggara að hóta verkalýðshreyfingunni því strax,af ef samið verði um meiri launahækkanir en grundvöllur er fyrir að hans áliti þá verði litlar sem engar lækkanir á tekjuskatti afturkallaðar!.M.ö.o: Áður en SA býður þetta 1 prósent,sem verður tilboð atvinnurekenda hótar ríkisstjórnin að afturkalla þessa hungurlús skattalækkana,sem boðin hafði verið.BB er greinilega ekki nógu ánægður með KJ forsætisráðherra þó hún hafi sagt,að hún vissi ekki hvort grundvöllur væri fyrir nokkrum launahækkunum.En það var ekki nóg.Það þarf enn neikvæðari afstöðu að áliti BB. Spurning er hvar ríkisstjórnin verður staðsett á litrófinu: Hægri,miðju,últrahægri eða hvað?
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband