Tillaga um hvernig stöðva má svik stjórnmálamanna við kjósendur!

Einhver mesta meinsemdin í íslenskum stjórnmálum er sú,að íslenskir stjórnmálamenn lofa öllu fögru í kosningum en svíkja það síðan,þegar þeir hafa náð völdum.Allir flokkar eru sekir í þessu efni.Þessu verður að linna.Gerist það ekki er lýðræðið á Íslandi í hættu. Ég er með tillögu um það hvernig uppræta má þessa meinsemd úr stjórnmálunum.Tillagan er þessi: Lögfest verði,að frambjóðendum til þings sem ná kjöri verði gert skylt að standa við kosningaloforð sín.Geri þeir það ekki missi þeir þingsæti sitt.Ég tel þetta einu leiðina til þess að uppræta "kosningasvikin" Það eru svo mörg dæmi um það,að flokkar komist til valda á fölskum forsendum,að mál er að stöðva slíka meðferð og svik við kjósendur.Það liggur við,að stjórnmálamenn dragi kjósendur á asnaeyrunum; gefi þeim fölsk kosningaloforð og þegar búið er að kjósa gefa þeir kjósendum langt nef. Tímabært er að stjórnmálamenn verði gerðir ábyrgir gerða sinna. Það eina,sem þeir skilja er,að þeir missi völdin,missi þingsæti sitt,ef þeir svíkja kjósendur.Er til of mikils mælst,að stjórnmálamenn verði að standa við stóru orðin,stóru loforðin.Ég tel ekki. Það er tímabært að stjórnmálamenn séu gerðir ábyrgir gerða sinna.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband