Tangarsókn gegn verkafólki!

 

 
Samtök atvinnulífsins og stjórn KJ gera nú tangarsókn gegn verkafóki.Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mætir í fréttatímum RUV og Stöðvar 2 á kvöldin á besta tíma og syngur sama sönginn og áður um að ekki megi hækka launin nema um rúmt 1 % og stjórn KJ tekur undir og segir,að ekki liggi fyrir hvort svigrúm sé fyrir neinum launahækkunum.Athyglisvert er, að atvinnurekendur eru boðaðir eða samþykktir til þess að boða áróður gegn verkalýðnum kvöld eftir kvöld en fulltrúar verkafólks eru ekki boðaðir um leið eða eins oft.Það er einnig ljóst hvar stjórn KJ og Seðlabanki standa í þessum átökum. Þessir aðilar allir,SA,stjórn og Seðlabanki eru á fullu að reyna að halda launum, verkafólks niðri. Framkvæmdastjóri SA er með 3 millj. á mánuði a.m.k. og verkstjóri stjórnarinnar með rúmar 2 millj.á mánuði utan hlunninda.En lágmarkslaun verkafólks eru 300 þús kr á mánuði,235 þús kr. á mán eftir skatt.
 
Björgvin Guðmundsson
 
www.gudmundsson.net

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband