Mánudagur, 7. janúar 2019
Er það hlutverk "vinstri flokks" að halda hægri flokkum við völd?
Er það hlutverk "vinstri flokks" að halda hægri flokkum við völd án þess að koma nokkrum af stefnumálum sínum í framkvæmd? Ég tel það fráleitt. En í umræðum um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur það komið fram,að núveramdi ríkisstjórn væri breið stjórn frá hægri til vinstri! En það hefur einnig verið dregið fram,að ríkisstjórnin gerði ekki neitt; hún væri stjórn um kyrrstöðu,hún væri stjórn um að gera ekkert. Og því vaknar spurningin,sem sett var fram hér í upphafi: Er það hlutverk "vinstri flokks" að halda hægri flokkum við völd? En það virðist vera eina hlutverk VG í stjórninni. Ég hef margoft bent á það,að VG hefur svikið helsta kosningaloforð sitt,þ.e. að hækka lífeyri aldraðra. Og ég hef einnig bent á,að VG hefur svikið annað stórt loforð,þ.e að uppræta fátækt á Íslandi; ekkert hefur verið gert í því efni,ekki einu sinni byrjað á verkefninu! Því stendur það eitt eftir að VG er aðeins að halda íhaldi og framsókn við völd. Það virðist eina verkefnið fyrir utan hégómann,sem VG sækist eftir og skilar sér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.