Miðvikudagur, 9. janúar 2019
Skilyrði SA lítil sem engin hækkun!
Verkalýðshreyfingin hefur sett fram þá sjálfsögðu kröfu,að nýir kjarasamningar gildi frá síðustu áramótum,þegar samningar margra félaga runnu út.Nú hafa atvinnurekendur svarað og segja: Við getum samþykkt þetta með skilyrðum.Skilyrðin eru þessi,að ekki verði boðuð verkföll og að ekki verði samið um "óraunhæfar kauphækkanir" Þetta þýðir ,að samið verði um 0 í kauphækkun eða 1,2% eins og SA hefur boðið en 1.2% þýðir 3600 kr hækkun,sem þýðir að lægstu laun eftir skatt hækki í 240 þús á mánuði!! Þetta er alger brandari. Það hefði verið manneskulegra að SA hefði neitað kröfu verkafólks um afturvirkni.Framkvæmdastjóri SA er með margar milljónir í mánaðarlaun.Ráðherrar og forsætisráðherra með 1,8- 2 millj á mánuði.En þessir aðilar vilja skammta láglaunafólki 303.600 kr á mánuði,240.000 eftir skatt.Þær ættu að reyna að lifa á þeirri hungurlús sjálfir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.