Fimmtudagur, 10. janúar 2019
Afsala sér ekki verkfallsrétti!
Formaður Verkalýðsfélags Akraness,Vilhjálmur Birgisson,segir að verkafólk muni ekki afsala sér verkfallsrétti.Hann segir þetta í tilefni af kröfu SA um,að verkafólk falli frá verkfallsrétti ætli það að láta nýja samninga gilda frá síðustu áramótum.
Atvinnurekendur hafa verið með frekju í svörum við ósk verkafólks um afturvirkni samninga frá síðustu áramótum.Atvinnurekendur segja,að það sé skilyrði,að kröfur verkafólks verði hóflegar og að fallið verði frá verkfalli.Þetta svar er nánast neitun á að láta samniga gilda afturvirkt frá áramórum. Yfirstéttin fékk hinsvegar ótakmarkaða afturvirkni; háttsettir embættismenn í 18 mánuði til baka,ráðherrar 8 mánuði til baka o.s.frv.-SA hefur boðið 1,2% hækkun,sem er nánast ekki neitt.Það Þarf ekki afturvirkni á það sem ekkert er. Ef tilboð SA verður áfram á þessum nótum stefnir þráðbeint í verkföll.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.