HÁLFUNNAR TILLÖGUR UM HÚSNÆÐISMÁL!

Átakshópur um húsnæðismál skilaði áliti í gær.Hópurinn gerði margar athyglisverðar  tillögur. En nú er eftir að athuga hvað unnt er að framkvæma af þeim og hvað þær kosta.Í hópnum voru fulltrúar 3ja ráðuneyta,aðila vinnumarkaðarins,sveitarfélaga o.fl.

Gallinn við tillögurnar er sá,að þær eru aðeins hálfunnar.Þetta eru hugmyndir.En það er alveg eftir að athuga hvað ríki og sveitarfélög vilja framkvæma af þessu og hvað það kostar.Einnig er mjög mikilvægt að finna  hvað unnt er að framkvæma fljótt svo það hafi áhrif á kjaradeilunni.

Ríkisstjórnin gaf átakshópnum (hugmyndahópnum) alltof langan frest til þess að skila áliti,3-4 vikur. Hópurinn hefði  ekki þurft nema 1-2 vikur,Síðan hefðu ríki og sveitarfélög átt að fjalla um hugmyndirnar og leggja fram aðgerðaráætlun strax í gær.Þetta er mál,sem þolir enga,ef það á að hafa áhrif í kjaradeilunni.En það er ekki von,að ráðherrar með 1,8-2 millj á mánuði,fyrir utan hlunnindi, átti sig á því,að verkamaður með 235 þús kr eftir skatt á mánuði  getur ekki beðið eftir  kjaraleiðréttingu.Hann þarf að fá hana strax.Samningar runnu út um síðustu áramót.Og SA hefur ekki viljað samþykkja,að nýir samniningar gildi frá síðustu áramótum!

Hópurinn taldi,að auka þyrfti framboð á húsnæði en talið er að það vanti 2000 íbúðir,til viðbótar við þær íbúðir,sem eru í pípunum nú.Aðalvandamálið er að leysa húsnæðisvanda þeirra tekjulægstu. Þeir þurfa ódýrar leiguíbúðir.Í því sambandi er bent á,að óhagnaðardrifin félög,sem mundu byggja leiguíbúðir þyrftu að lækka leigu um 20 þús á mánuði.ÞAÐ mundi muna um það.

En allt snýst þetta um krónur og aura. Hvað vill ríkið bæta við miklum peningum í húsnæðismálin.Hvað vilja sveitarfélögin bæta miklu við?

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband