Litlar endurbætur á almannatryggingum enn

Ríkisstjórnin  lagði í gær fram frumvarp um það að atvinnutekjur 70ára og eldri skyldu ekki skerða tryggingabætur ellilífeyrisþega.Ekkert tillit hefur verið tekið til þeirrar gagnrýni,að ekki væri nóg að miða  við 70 ára í þessu efni heldur ætti að miða  við 67 ára þar eð það væri lögboðinn ellilífeyrisaldur.Engin önnur frumvörp um breytingar á almannatryggingum hafa enn verið lögð fram. Ekkert hefur komið um að tekjur maka skuli ekki skerða tryggingabætur og ekkert um að tekjur úr lífeyissjóðum skerði  ekki  tryggingabætur.Ekkert hefur heldur komið frá stjórninni um hækkun á lífeyri aldraðra en hann er skammarlega lágur og dugar hvergi nærri til framfærslu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Legg til að þegar verði byrjað á að leiðrétta skattleysismörk á ný. Það kemur hinum verst stöddu til góða.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.6.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Skynsamleg athugasemd.

Kv BG

Björgvin Guðmundsson, 7.6.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband