Mánudagur, 18. júní 2007
"Kvótakerfið hefur mistekist"
Kvótakerfið hefur mistekist sem stjórnkerfi fiskveiða,sagði Sturla Böðvarsson forseti alþingis í ræðu sem hann flutti 17.júní á Ísafirði. Hann sagði,að þessi staðreynd kallaði á allherjar uppstokkun á fiskveiðistjórnarkerfinu,ef sjávarbyggðirnar ættu ekki að hrynja.Hann sagði sveiflur í þorskveiðum og framsal aflaheimila ógna atvinnulífinu og byggðum landsins.
Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur gagnrýnt kvótakerfið eins harkalega eins og Sturla Böðvarsson gerir í þessari ræðu.Ræðan vekur enn meiri athygli en ella með því að hér talar fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og forseti alþingis.Þessi harða gagnrýni Sturlu leiðir athyglina að því, að það er ekkert í stjórnarsáttmálanum um að endurskoða beri kvótakerfið eða að taka beri upp nýtt kerfi. Þó hefur Samfylkingin gagnrýnt þetta kerfi harðlega á undanförnum árum og bent á,að með kvótakerfinu hafi ójöfnuður aukist mikið í þjóðfélaginu og auður safnast á fárra hendur. Það olli miklum vonbrigðum,að Samfylkingin skyldi ekki halda þessu mikilvæga stefnumáli sínu til streitu í stjórnarsamningunum. En þessu máli verður ekki sópað undir teppið eins og sest best á ræðu Sturlu Böðvarssonar.
Það er allt rétt í ræðu Sturlu nema að hann talar um að sjávarbyggðirnar muni hrynja ef kvótakerfið verður ekki stokkað upp. En þær eru þegar hrundar. Um allt land er sem sviðin jörð eftir kvótakerfið í sjávarbyggðum landsins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þettaq er einfaldlega rangt. Einar Oddur hefur bæði í ræðu og riti bent á fáfengileik Kvótasetningar í verndun fiskistofna.
Kratar eru guðfeður Kvótasetningar. Norðdalurinn og fl, Gylfi Þ &co, gengu í þetta verkefni sem einhveerskonar skrifræðis paradís, með Framsókn á sínum tíma eða ertu búin að ,,Steingleyma" því?
Við erum allmargir, menn á miðjum aldri, sem munum þetta ljóslega og vöruðum okkar ástsæla Flokk Sjáfstðisflokkinn, að allt svona Kratahjal um úthlutanir (lesist leyfisveitingar" samanber Haftastjórnir allstaðar í Sósíalísum kerfum) fæli ekkert í sér nema dauðann.
Kveðjur
Miðbæajaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 18.6.2007 kl. 08:56
Einar Oddur hefur ekkert gagnrýnt kvótakerfið í langan tíma,ekki fyrr en í viðtali við Mbl. í dag,er hann tók undir með Sturlu.Þeir Einar Oddur og Einar Guðfinnsson gagnrýndu báðir kerfið í upphafi en lögðu svo niður rófuna og gegndu forustunni.
Það eru ósannindi,að kratar séu guðfeður kvótakerfisins. Halldór Ásgímsson er guðfaðir kerfisins og Kristján hjá LíU veitti honum " tækniaðstoð".Íhaldið kom strax til stuðnings við kerfið enda alltaf náinn samgangur milli þess og LÍU. Gylfi Þ.Gíslason vildi hins vegar að lagt yrði á auðlindagjald áeinnig um þann möguleika,að allar aflaheimildir yrðu boðnar upp á frjálsum markaði.
Ef Sjálfstæðismenn eru að snúast gegn kerfinu er það gott og auðveldar breytingar.
Kveðja BG
Björgvin Guðmundsson, 18.6.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.