Miðvikudagur, 20. júní 2007
Spáð miklu atvinnuleysi
Greiningardeild fjármálaráðuneytisins spáir því,að atvinnuleysi muni þrefaldast hér á næstu 2 árum.Gangi það eftir verða hér mikil umskipti eftir það mikla þensluskeið,sem verið hefur undanfarin ár. Fjármálaráðuneytið spáir því,að atvinnuleysi verði 3,9% á næsta ári og 4,5% árið 2008.Mikið er af útlendingum í landinu. Þeir,sem hafa atvinnuleyfi til skamms tíma munu þá fara úr landi en mikill fjöldi útlendinga hefur hér full réttindi og getur verið áfram í landinu þó atvinna dragist saman. Hætt er við því að í mörgum tilvikum muni atvinnurekendur þá jafnvel fremur ráða útlendingina á lægra kaupi en Íslendinga .Slíkt er ólöglegt en erfitt er að fylgjast með því. Ný vandamál í sambandi við útlendinga geta því komið upp.
Það var búið að spá því fyrir löngu,að erfiðari tímar í efnahagsmálum væru framundan. Mikill halli er á viðskiptum okkar við við útlönd og verðbólga langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans.Gífurlegar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa litlu
áorkað í því að lækka verðbólguna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En verður þessi löngu fyrirsjáanlegi samdráttur og nú boðaða atvinnuleysi ekki notað til að skapa samþykki fyrir frekari uppbyggingu áliðnaðarins? Það óttast ég mest.
María Kristjánsdóttir, 21.6.2007 kl. 00:16
Það er hætt við því og ýmis merki þegar um það.
Björgvin Guðmundsson, 22.6.2007 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.