Jón Ásgeir sýknaður

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í fyrradag Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann Baugs af öllum  ákæruatriðum,sem Hæstiréttur  vísaði aftur heim í hérað sl. vor. Hins vegar var Jón Gerald Sullenberger dæmdur í 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Þessir dómar eru athyglisverðir m.a. fyrir þær sakir að Jón Gerald var upphafsmaður Baugsmálsins.Hann kærði Jón Ásgeir og aðra ráðamenn Baugs fyrir 5-6 árum fyrir að hafa látið Baug greiða einhverja einkaneyslu fyrir sig. Jón Gerald hafði verið viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs en sinnaðist við hann og kærði hann þess vegna.Kreditnótann sem Jón Gerald framvísaði í upphafi reyndist tilhæfulaus og raunar má segja,að upphaflegt tilefni Jóns Gerald fyrir kæru sé löngu úr sögunni.En   ríkislögreglustjóri og saksóknari  lögðu ekki árar í bát þó upphaflegt ákæruefni stæðist ekki. Þeir tóku að grafa eftir nýjum ákæruatriðum. Í meira en  5 ár hafa þeir grafið og grafið og leitað að einhverjum atriðum sem kæra mætti Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus fyrir. Gefnar hafa verið út ákærur fyrir ýmis atriði,brot á bókhaldslögum,brot á hlutafélagalgum o.s.frv. Jóhannes í Bónus hefur þegar verið algerlega sýkaður. En enn er reynt að koma sök á Jón Ásgeir en það gengur illa eins og sést af dómi Héraðsdóms í fyrradag.Allt bendir nú til þess að Jón Ásgeir verði einnig algerlega sýknaður enda þótt málið fari ef til vill eina ferðina enn til Hæstaréttar. Hvers vegna er málið alltaf tekið upp aftur og aftur gegn Jóni Ásgeiri? Hvers vegna sættir ákæruvaldið sig ekki við sýknudóma dómskerfisins.Það er einsdæmi að  forustumenn fyrirtækja hafi verið eins  hundeltir og þeir Jón Ásgeir og Jóhannes.Mér þætti einnig fróðlegt að vita hvort  eins yrði snúist gegn öðrum stórfyrirtækjum og gert var gegn Baugi.Segjum,að einhver starfsmaður Landsbankans kærði  einn   eigenda fyrir að hafa greitt sumarbústað sinn með peningum Landsbankans.Mundi þá ríkislögreglustjóri gera innrás í Landsbankann,taka bókhaldið og  standa í málaferlum gegn þessum eiganda bankans  í  5 ár með öllu því raski,sem því fylgdi fyrir bankann.Ég held ekki.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin....það er lágmark að menn kafi kynnt sér málið kallinn áður en þeir fara að skrifa um það opinberlega:

1. Sullenberger fékk ekki 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi - hann fékk 3 mánuði þannig þetta er rangt hjá þér.

2.  Upphaflega kæruefni Sullenberger var vegna 60 milljona tilhæfulauss reiknings og voru Jón Ásgeir og Tryggvi báðir sakfelldir fyrir skjalafals útaf þessum reikningi þannig þetta er rangt hjá þér að upphafleg kæra sullenbergers sé úr sögunni.

3.  Viðskiptafræðingur ætti að vita að þegar eigendur/stjórnendur taka nokkur hundruð milljónir að ´láni frá almenningshlutafélögum til eigin nota s.s. kaup á hlutabréfum til að styrkja stöðu sína á kostnað hluthafa að þá séu lög brotin.

Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að Baugur hafi brotið lögin í 4 ákæruliðum með því að lána Jón Ásgeir o.fl. hundruðir milljóna króna en segja að lögin séu óskýr varðandi refsiheimildir gagnvart einstaklingum.

Bæði lögmenn, þingmenn og ráðherrar skilja ekki þessa túlkun héraðsdóms og prófessorin, Stefan Már sem samdi lögin skilur þetta ekki heldur.

Það er því óhjákvæmilegt að Hæstiréttur fjalli um þetta.

Góðar stundir,

HG

Hilmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Það er staðreynd,að Baugsmálið svokallaða hefur ekki nema að litlu leyti snúist um upphaflegt "sakarefni". Málið hefur snúist um allt önnur atriði sem  ríkislögreglustjóri og saksóknari hafa  grafið upp  á 5 árum.En enda þótt sífellt hafi verið grafin upp fleiri og fleiri atriði hefur þeim jafnóðum verið vísað frá af dómstólunum.Ég  fulllyrði,að ef aðrir menn úr viðskiptalífinu hefðu átt í hlut    væri  fyrir löngu búið að fella málið niður. En hægri menn  eru ekki sammála því.Jóni Ásgeiri er ítrekað gefið að sök að hafa tekið lán hjá Baugi til hlutabréfakaupa.En hvorki héraðsdómur né hæstiréttur hefur dæmt hann sekan fyrir slíkar lántökur.Refsiheimildir skortir til þess að unnt sé að sakfella hann.Ef

Jón Ásgeir hefði í dag viljað auka hlut sinn í Baugi ( og félagið verið skráð í Kauphöllinni) er líklegt að hann hefði farið svipaða leið og stjórendur KBbanka fara,þ.e. hann fengið hærri laun,svipuð og bankastjórar og bankaráðssformenn  hafa og að auki  kaupréttarauka  í hlutabréfum en þessi leið hefur fært umræddum stjórnendum hundruð milljóna í kaupauka.Ég segir þetta  ekki til þess að réttlæta  brot á hlutafélagalögum heldur til þess að draga fram,að vegna uppgangs Baugs,sem Jón Ásgeir á stærsta þáttinn í,hefði hann   átt að hafa margföld laun  og kaupauka

Björgvin Guðmundsson, 30.6.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður,sem er mjög fær lögmaður segir,að Jón Ásgeir,hafi ekki verið sakfelldur fyrir neinar lántökur frá Baugi .Gestur Jónsson segir ennfremur,að Jón Ásgeir sé fjármálasnillingur , og hann fullyrðir,að uppgangur og veldi Baugs sé fyrst og fremst Jóni Ásgeiri að þakka.Er ekki búið að  refsa  Jóni   Ásgeiri nóg með stanslausum réttarhöldum sl. 5 ár?

Björgvin Guðmundsson, 30.6.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband