Vill efla velferðarkerfið

Morgunblaðið birti stórt viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í gær,sunnudag. Þar kemur fram að Jóhanna vill efla velferðarkerfið. Hún segir,að ójöfnuður hafi aukist í þjóðfélaginu. Hún nefnir nokkur dæmi um hvað hún vilji gera í velferðarmálum. M.a. nefnir hún félagslegar íbúðir en Páll Péturssin lagði sem félagsmálaráðherra niður félagslegar  íbúðabyggingar, og ákvað að fólk fengi í staðinn lán til að kaupa á  almennum markaði.Jóhanna kveðst vilja kanna hvort endurreisa eigi félagslega íbúðakerfið að einhverju leyti.Það er áreiðanlega full þörf á því. Hún nefnir einnig,að hún vilji gera  endurblætur á almannatryggingum m.a. í málefnum aldraðra og öryrkja.Enginn efi er á því að Jóhanna vill vel í þessum efnum. Hún hefur sýnt það  á alÞingi. Eftir er hins vegar að sjá hvað hún kemst með samstarfsflokkinn. Stefnan í þessum málum er mjög óljóst orðuð í stjórnarsáttmálanum. Ekkert hefur enn gerst í málefnum aldraðra og öryrkja,a.m.k. ekkert sem tekur að nefna. En það verður að gerast í strax í haust.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

ég er sammála Palla P.  eigið húsnæði og færri illa staddir aldraðir í framtíðinni. Um að gera að taka á málefnum aldrara bara sem einstaklinga, verið að senda þeim sem hafa alltaf haft nóg og hafa ennþá peninga.  Aðrir sem hafa ekkert og hafa aldrei haft fá ekki nóg.  En svo er það líka spurning hvað þessir sem engu hafa komið saman hafa verið að gera síðustu 40árinn, sumir hafa unnið baki brotnu og hafa haft lítið uppúr því, aðrir hafa valið vinnu sem borgar minna en þeir vildu, valið að búa þar sem litla eða illaborgaða vinnu er að hafa og aðrir hafa leygt og ekkert safnað og ekki verið í lífeyrissjóð, eitt restinni í sjálfa sig,  utanlandsferðir og brennivín, er samgjarnt að þeim sé bara hjálpað afþví þeir hafa valið illa? hafa haft 50ár til að taka sig saman í andlitinu, redda sér innan atvinnumarkaðar, kikkja smá í skóla, eignast börn, ala vel upp og koma í gegnum nám til að geta aðstöðað þau í ellinni.

Johnny Bravo, 17.7.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Það er grundvallarmunur á okkar skoðunum.Ég aðhyllist  jafnaðarstefnu og þar á meðal almannatryggingar en þú Johnny  ert greinlega einstaklingshyggjumaður,sem vilt að  menn deyi drottni sínum,ef þeir geta ekki bjargað sér  sjálfir.Í dag athyllkast allir stjórnmálaflokkar á Íslandi almannatryggingar,sem ganga út á það að menn greiða  í sameiginlegan sjóð almannatrygginga og fá úr sjóðnum ,þegar  veikindi,slys eða örorku ber að höndum.Sama hugsun gildir um lífeyrissjóðina og atvinnuleysistryggingar. Gallinn er aðeins sá,að lífeyrissjóðir voru stofnaðir fremur seint hjá launþegum á almennum vinnumarkaði og þess vegna er lífeyrir,sem félagsmenn þessara sjóða fá í dag ( ef þeir eru ellilífeyrisþegar)mjög lítill ( lágur).Það hefur ekkert með  dugnað og atgervi  að gera. Þetta geta hafa veri'ð harðduglegir menn,sem ekki gátu menntað sig sem ungir menn af efnahagsástæðum og lentu í því að lífeyrissjóðir þeirra voru stofnaðir mjög seint. Það  er af og frá,að  þessir menn hafi eytt peningunum í brennivín og utanlandsferðir.Það er ekki unnt að slá fram slíkum órökstuddum fullyrðingum.

Í Bandaríkjunum eru  mjög ófullkomnar almannatryggingar. Þar  þurfa menn yfirleitt að reiða fram peninga fyrir öllum sjúkrahúskostnaði ef þeir eru ekki í tryggingum hjá fyrirtækjum,sem þeir vinna hjá. Íslendingar,sem búið hafa í Bandaríkjunum hafa kynnst þessu fyrirkomulagi þar og vilja ekki skipta á því kerfi og því  íslenska. Íslenskar konur ,sem bjuggu vestra komu alltaf heim,til skamms tíma,þegar þær veiktust eða þurftu að eignast börn. Þær höfðu ekki efni á því að greiða sjúkrakostnaðinn vestra. Það segir sína sögu.

Björgvin Guðmundsson, 17.7.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband