Ellert gefst upp í kvótamálinu

Ellert Schram hefur  verið skeleggur baráttumaður gegn kvótakerfinu.En í morgun snéri hann við blaðinu á útvarpi Sögu og sagði,að ekkert þýddi að berjast lengur gegn kvótakerfinu.Baráttan hefði í raun tapast í kosningunum 2003.Þetta er mikill misskilningur hjá Ellert.Baráttan heldur áfram. Ellert hvaðst þó enn vera á móti frjálsa framsalinu

 Því miður breytti Ingibjörg Sólrún um afstöðu í kvótamálinu fyrir nokkrum árum. En það er misskilningur,að  liðsmenn Samfylkingarinnar  þurfi að vera sammála formanninum í öllum málum. Þeir eiga að hafa sjálfstæða skoðun og berjast fyrir því sem þeir telja rétt.

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú er svo, að við erum afar margir í mínum flokki, Sjálfstæðisflokknum, sem höfum ekki gefist upp í baráttunni fyrir þeim grunnrétti menna, að sækja sjó frá hinum dreyfðu byggðum og halda áfram hefðbundnum störfum þar.

Það getur ekki orðið samkomulag um, að einstaklingar geti eignast óveiddann fisk eða önnur vilt dýr, bara vegna reglugerða.

Hættan sem því flgir er svo geigvænleg, að menn skilja ekki til neinnar hlýtar.  Sama má auðvitað segja um önnur þau gæði, sem teljast verða hluti Fullveldisréttar þjóðarinnar, þar á ég við orkuauðlindir og annað það, sem landinu er gefið frá forsjóninni.

Þessu mun ég og vinir mínir ætíð fram halda, girtir þeim vopnum, sem fást úr áratugagömlum stefnumiðum Sjálfstæðisflokksins, hvar segir, að frelsi eins megi aldrei verða helsi annars.  Semsé, frelsi mitt stoppar við frelsi náungans. 

Um þetta eru allir þjóðhollir menn sammála.

Því er Flokkurinn minn ástsæli svona stór, sem raun ber vitni um.

Með þjóhollum kveðjum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.8.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Það er gleðilegt að heyra,að  heilbrigð sjónarmið í fiskveiðistjórnarmálum eiga einnig hljómgrunn í Sjálfstæðisflokknum.Við erum sammmála um það,að einstaklingar eigi ekki að eignast óveiddan fisk.Fiskurinn í sjónum,auðlindin, er sameign þjóðarinnar.

Björgvin Guðmundsson, 24.8.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það á auðvitað að taka smábátaveiðar út fyrir sviga og leyfa slíkar veiðar á grunnslóð. Kvóti eða veiðiheimild smábáta á að vera aðskilinn öðrum kvóta og óframseljanlegur.

Þetta myndi að mínu viti vera byggðamál og bjarga því sem bjargað verður af hrygningarstöðvum.

Einfalt!

Jón Halldór Guðmundsson, 24.8.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband