Sér grefur gröf.......

 

 Meirihluti  Sjálfstæðismanna og Framsóknar  í  Reykjavík er fallinn.Minnihlutinn hefur myndað stjórn með fulltrúa Framsóknar undir forustu Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar, og verður hann borgarstjóri.Þessi breyting gerðist mjög snögglega.

Undanfari valdaskiptanna var  sá,að miklar deilur voru  í borgarstjórnarflokki  Sjálfstæðismanna   og virtist sem allir óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna væru snúnir gegn foringja sínum,borgarstjóranum.Þeir létu Morgunblaðið segja með stórri forsíðufyrirsögn á mánudag: Það  átti að vaða yfir okkur. Hver ætlaði að vaða yfir borgarfulltrúana? Það hlýtur að hafa verið borgarstjórinn. Haldinn var sáttafundur   hjá borgarfullrúunum og borgarstjóra og þar bakkaði borgarstjóri algerlega og samþykkti sjónarmið óbreyttra borgarfulltrúa  Sjálfstæðisflokksins. En það dugði ekki til. Skaðinn var skeður. Sjálfstæðisflokkurinn   sjálfur undir forustu Guðlaugs Þór lagði til stofnun sérstaks félags,REI til þess að annast útrás af hálfu Orkjuveitunnar.Nú átti lausnin að felast í því að selja þetta fyrirtæki  á útsöluverði. Það var ekki heil brú í þessu hjá Sjálfstæðisflokknum. Von var að Björn Ingi gæfist upp á samstarfi við þá og snéri sér að minnihlutanum.Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki lengur stjórntækur og það virðist hafa verið rétt. Morgunblaðið segir í leiðara í dag,að líklega megi kenna reynsluleysi óbreyttra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um.

Ljóst er að sjálfstæðismenn tóku sína eigin gröf.

Ég er mjög ánægður með að félagshyggjumenn séu komnir til valda á ný í Reykjavík. Dagurinn í gær var gleðidagur.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, ég tek undir þetta að hvernig borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sneru baki við Vilhjálmi var ástæða þess hverni fór. Hitt er mjög athyglisvert hvernig sjálfstæðismenn tala einum rómi núna um að sverta Björn Inga sem mest þeir mega. Og ýmis alverleg orð hafa fallið sem eru fyrir utan ramma þess sem boðlegt er.

Sorglegt! 

Jón Halldór Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 01:17

2 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Í góðu samstarfi tveggja flokka að það lykilatriði að aðilar skipti sér ekki af málefnum innan hins flokksins.  Menn og flokkar gera samning um samstarf, semja um mál sem ágreiningur er um og finna sameiginlega niðurstöðu.  Það er því sorglegt að Björn Ingi skildi með svo afgerandi hætti nota ósætti innan samstarfsflokks til að slíta annars ágætu samstarfi.  Það þarf líka að sætta ólík sjónarmið innan Sjálsftæðisflokks líkt og milli flokka, það eru mörg sjónarmið í sjö manna hópi.

Þetta segir manni bara það að stór flokkur getur ekki treyst eins manns meirihluta, ekki síst ef hann kemur úr örflokki.  Ég held að Björn Ingi verði ekki langlífur í pólitík, því miður.

Guðmundur Jóhannsson, 18.10.2007 kl. 11:22

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Í stórum dráttum er ég sammmála þér,að í tveggja flokka samstarfi á hvor flokkur fyrir sig að ráða sínum málum og samstarfsfloikkurinn ekki að blanda sér í innanflokksmál samstarfsflokksins.En ástandið i borgarstjórn var nokkuð sérstætt. Engu var líkara en sexmenningar Sjálfstæðisflokksins ætluðu að setja borgarstjórann af. Og orðrómur var á kreiki um að þeir ætluðu að breyta um samstarfsaðila. Undir þessum kringumstæðum var eðlilegt að Björn Ingi hugsaði sér til hreyfings.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 19.10.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband