Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Skynsamleg ákvörðun Landsvirkjunar
Landsvirkjun hefur ákveðið að selja ekki raforku til nýrra álvera svo sem til Alcan vegna nýrrar álverksmiðju. Í staðinn ætlar Landsvirkjun að selja raforku til netþjónabúa og annars hátæknaðar.Hér er Landsvirkjun að leggjast á sveif með umhverfisverndarsinnum. Iðnaðarráðherra,Össur Skarphéðinsson hefur fagnað þessari ákvörðun Landsvirkjun.Þetta þýðir að Alcan verður að fresta byggingu nýrrar álverksmiðju,sem vilji var fyrir. Eftir að skipulagstillaga,sem gerði ráð fyrir stækkun álverksmiðjunnar í Hafnarfirði var felld í atkvæðagreiðslu bæjarbúa hefur Alcan verið óráðin í því hvar byggja ætti nýtt álver. Hefur sú óákveðni áreiðanlega átt þátt í ákvörðun Landsvirkjunar. Vegna efnahagsástandsins í landinu er hagstætt að fresta byggingu nýrrar verksmiðju á vegum Alcan i nokkur ár. Alver mun hins vegar rísa við' Bakka og í Helguvík.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Athugasemdir
Skilja má orð þín þannig að hjá Alcan í Straumsvík sé í gangi lágtækni sem ekki krefst mikillar kunnáttu eða þekkingar.
Tryggvi L. Skjaldarson, 14.11.2007 kl. 17:57
Nei það er ekki mín meining. Alcan og önnur álver eru vissulega hátæknifyrirtæki.En svo virðist sem Landsvirkjun ætli nú að selja netþjónabúum og öðrum hugbúnaðarfyrirtækjum raforku.
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 15.11.2007 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.