Hvað líður 400 hjúkrunarrýmum aldraðra?

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag um búsetuúrræði aldraðra. Þar segir hann m.a.:
Miklar umræður hafa átt sér stað um búsetuúrræði  aldraðra að undanförnu. Margir hafa barist fyrir því, að aldraðir væru sem lengst í heimahúsum og að þeim væri gert það  léttara en áður með aukinni heimilishjálp og jafnvel með breytingum á íbúðum eldri borgara. Einnig hefur umrræða aukist um nauðsyn þess að fjölga svonefndum þjónustuíbúðum, sem aldraðir gætu flutt í þegar þeir  þurfa á aukinni þjónustu að halda.  Þetta er gott svo langt sem það nær. En  ekki má samt loka augunum fyrir því, að enn   um margra ára skeið mun verða mikil þörf fyrir hjúkrunarheimili. aldraðra Það tekur mörg ár að breyta    ástandinu þannig, að  aldraðir geti verið meira heima en áður og í  þjónustuíbúðum. Enn er mikil þörf fyrir hjúkrunarrými
 og biðlistar eru langir.
Hvað líður 400 hjúkrarýmum hins opinbera?
Ríkisstjórnin lofaði að flýta  byggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Lítið bólar á efndum á því loforði.Þar var að sjálfsögðu átt við byggingu hjúkrunarrýma eða hjúkrunarheimila á vegum hins opinbera. Það er bót í máli, að nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að nýta framkvæmdasjóð aldraðra fyrir byggingar í  þágu aldraðra eins og sjóðurinn var stofnaður til En um margra ára skeið  hefur   fjármunum  sjóðsins
verið sóað í alls konar gæluverkefni. Sú sóun hefur nú verið stöðvuð.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Björgvin.

Þér væri nær að kynna þér stefnuskrá þíns flokks rétt fyrir kosningar og þau loforð sem þínir þingmenn lofuð þér og öðrum. Þér væri nær að taka þína menn í gegn.

Annars er ég búinn að blogga um þetta á minni heima síður þar getur þú séð hluta af þessum loforða lista.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 30.11.2007 kl. 18:01

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ég gagnrýni alla flokka jafnt og ekki síður  Samfylkinguna  en aðra. 

BG

Björgvin Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar Framsóknarflokkurinn fór með heilbrigðismálin var hagrætt í rekstri Landsspítala. M.a. var fækkað um 100 sjúkrarúmum, úr 959 í 860 á nokkrum árum!

Aðgerðir voru framkvæmdar að morgni og sem flestir sjúklingar nánast reknir út af spítalanum síðdegis þegarþeir vorukomnir til meðvitundar eftir svæfingar.

Það gefur auga leið að þegar svona spekingar koma við sögu má hagræða milljörðum, færa greiðslur yfir á buddu sjúklinga og aldraðra og spara jafnháa fjárhæð fyrir ríkið.

Já miklar mannvitsbrekkur eru þessir snillingar. Svo senda þeir einn helsta fulltrúa sinn austur til Rússlands til að fylgjast með kosningum þar. Þeir sem fylgdust með lýsa því yfir að þær hafi verið dæmalausar, kosningasvindl þar austur frá verið haft eins og það væri ekkert dyggðugra an að svindla á og skrumskæla lýðræðið. Aðspurð kvað fylltrúi Framsóknarflokksins að þessar kosningar hefðu farið vel fram og væru til fyrirmyndar!

Mætti biðja guðina að forða oss frá svona spekingum og fjármálasnillingum í rekstri spítala! 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband